þriðjudagur, 27. desember 2011
Listaverk
mánudagur, 26. desember 2011
Ýmislegt finnst í garðinum
sunnudagur, 25. desember 2011
Fiðurfé
Garðyrkja
Eins settum við niður um daginn hunangsmelónur og vatnsmelónur og það verður forvitnilegt að sjá hvernig þær koma út :-) Nú er ég líka loksins búin að fá rabbabarafræ og þau komin niður. En ég þarf víst að bíða heillengi eftir rabbabarauppskerunni.
Svo hefur komið í ljós að eitt tréð í garðinum er guavatré þar sem ávöxturinn er alveg að verða tilbúinn. Þannig að nú er bara að fara að borða guava, mangó og avakadó ávaxtasalat :-)
Aðdragandi jóla
sunnudagur, 11. desember 2011
Litlu jólin
föstudagur, 9. desember 2011
Hitt og þetta
Rúnar og lífið
fimmtudagur, 8. desember 2011
Jólaundirbúningur
Þar sem við höfum ekkert jólaskraut hérna með okkur þá ætlum við að föndra eitthvað og eins að lita jólamyndir og hengja á veggina. Þetta verða svona "minimalist" jól, hvað skraut varðar, sem er bara fínt. Einhver jólin okkar í Namibíu bjuggu stelpurnar til svo til allt jólaskraut og m.a.s. jólatréð líka og ég held svei mér þá að þetta hafi verið flottasta jólaskrautið okkar :-)
Við Rúnar ætlum svo að föndra jólaksraut úr trölladeigi en ég finn hvergi kökuskera með jólamunstri. Þannig að nú er bara að vona að Villi finni slíkt í Namibíu. Eins fann ég þessa jólakarla á netinu og við erum að dunda okkur við að klippa þá út og setja í hillur.
Hvað jólabakstur varðar þá verður ekkert slíkt gert fyrr en Villi kemur heim, eða jafnvel ekki fyrr en stelpurnar koma til okkar. Þá fer allt á fullt :-)
sunnudagur, 4. desember 2011
Geltandi hundur
föstudagur, 2. desember 2011
Smá slys
Hann er að fylgjast með mér að pikka inn þetta blogg og vill ólmur fá að blogga líka :-) Eftirfarandi er frá honum (þetta er sem sagt óskalistinn hans) :
Ég vil Earth Moon, Volcano making kit, Soccer game, Magic (12 töfrabrögð!), Water gun,
Jenga, Lego Star Wars 1PS, Sticker book, Blíantur og Golf Clubs.Frá Rúnari
Lærdómur
mánudagur, 28. nóvember 2011
Garðurinn
Svo eru tvö önnur tré með einhverja ávexti en ég man ekki hvað þeir heita, né þekki ég þá. Ég þarf að spyrja Philimone að því.
Ég set inn mynd af avacadotrénu þar sem það sést greinilega að ein greinin helst ekki upp vegna þunga af öllum ávöxtunum :-)
sunnudagur, 27. nóvember 2011
laugardagur, 26. nóvember 2011
Handavinna
Þetta er virkilega skemmtilegt og gaman að kynnast hressum og kátum konum í gegnum þetta. Það hefur eiginlega komið mér á óvart hve skemmtilegt mér finnst að embroidera. Þetta hef ég aldrei gert áður, ég hef alltaf bara haldið mig við krosssauminn. En embroideríið er meiriháttar gaman.
Eins finnst mér mjög gaman að vinna í mósaík og hef lokið við tvo platta sem ég er bara þokkalega sátt við. Nú er ég byrjuð á þriðja verkinu og það verður Lazy Susan sem svo kallast. En þetta er kringlóttur platti sem snýst og mun ég nota hann sem ostabakka.
Svo er ég búin að tala eina kunningjakonu mína á það að kenna mér að vinna með Pewter - ég held það kallist Pjátur á íslensku. Ég hlakka mikið til að prófa þetta.
Ég læt fylgja með mynd af plöttunum mínum tveim sem ég vann í mósaík. Ég mun nota þá báða undir kerti. Eins og sést eru þeir ansi einfaldir sem er svo sem ágætt fyrir mig sem algjöran byrjanda. Enda verður Lazy Susan aðeins öðruvísi :-)
Sögur úr "sveitinni"
Morguninn eftir var rafvirki fenginn og jú mikið rétt það hafði brunnið yfir einhver transformer inn í ljósinu þess vegna kom þessi lykt.
Á þriðjudaginn tók svo við vatnsleysi sem stendur enn yfir. Á degi eitt var okkur sagt að það væri bara venjulegt viðhald í gangi og vatn yrði komið á síðar um daginn. En ekkert vatn kom. Á degi tvö var hringt aftur og þá fengum við þau svör að þar sem það væri svo mikill skortur á rafmagni væri ekki hægt að dæla vatni í tankana fyrir þetta hverfi. Á degi þrjú, fjögur og fimm var ekkert verið að hringja til að forvitnast.
Þessa vatnslausu daga hefur þó verið smá vatn í krönum snemma morguns þannig að við gátum burstað tennur og þvegið okkur í framan og sturtað niður í klósetti. En svo er bara varla meira vatn að hafa. Í fyrradag var reyndar hægt að þvo tvær vélar svo átti að reyna í gær en það er allt stopp og þvotturinn enn í vélinni.
Til þess að toppa þessa vatnslausu daga var rafmagnið líka tekið af. Það er nú normið hér í hverfinu sem við búum í, þ.e. að rafmagnið er tekið af okkur nokkrum sinnum á dag í ca 1 - 2 tíma í senn. En í gær tók nú alveg steininn úr, þá var rafmagnslaust í fimm tíma yfir hádaginn í 32 stiga hita og raka. Mjög næs, það var ekki einu sinni hægt að kveikja á viftu. Við höfum reyndar rafal en hann gengur fyrir bensíni og hann er bara notaður spari, því hér er ekki hlaupið á næstu bensínstöð til að kaupa bensín.
Ég bað Villa að athuga með þvottavélina því það þýðir ekki að hafa þvottinn í henni í marga daga, hann myglar bara. Hún var alveg dauð en ef hann ýtti aðeins á innstunguna þá kom smá ljós en svo ekki söguna meir. Hann skoðar þetta þá aðeins betur og það segir sig náttúrulega sjálft að þetta eilífa rafmagnsleysi fer ekki vel með hlutina, eins og þessi mynd sýnir.
Annars reyni ég nú yfirleitt að taka bara Pollýönnu á þetta og er afskaplega æðrulaus en svei mér þá ef Pollýanna er ekki bara farin í frí :-)
laugardagur, 19. nóvember 2011
Þar munaði mjóu....
föstudagur, 18. nóvember 2011
Matjurtagarðurinn
Hér koma myndirnar.
Kálið lítur mjög vel út og smakkast vel. Við settum niður margar tegundir af káli, t.d. kínakál, lettuce, mustard lettuce og eitthvað fleira sem ég man ekki hvað heitir. Það voru bara tvær tegundir sem mér þóttu góðar og gerum við því einhverjar breytingar fyrir næsta sumar.
Ég hlakka mikið til þegar butternutið (veit ekki hvað það heitir á íslensku) verður tilbúið. Þetta er uppáhaldið okkar Villa. Við skerum það í litla bita og bökum í ofni ásamt m.a. kartöflum og gulrótum.
Við settum eggaldin ekki niður og því nokkuð ljóst að þau hafi verið fyrir í garðinum. Sprettan á þeim hefur þó verið mjög góð og ég hef verið að læra að matreiða þau. Ég hef m.a. skorið þau í strimla og sett í ofninn með butternuttinu. Þau eru alveg ágæt en ég geri ekki ráð fyrir að hafa þau næsta sumar.
Svo er það papríkan, hún lítur vel út og fer að styttast í að ég fái hana í hús. Ég þyrfti svo að prufa mig áfram með mismunandi liti. Veltur það ekki allt á þroskastiginu í paprikunni?? Ég held það, en ég er bara enn að læra.
Loks tók ég mynd af lauknum. Hann vex og dafnar vel eins og annað í garðinum.
Ég hef verið að prufa mig áfram með hvað ég vil hafa í garðinum og hvernig ég á að setja það niður. T.d. með kálið, þá settum við of mikið af því niður á sama tíma og því endaði ég á að gefa það flest. Það er nefnilega takmarkað hve miklu við getum torgað af káli á stuttum tíma :-) Ég þarf að dreifa því yfir á lengri tíma því sem ég set niður.
Við tókum til og þrifum garðinn nú í vikunni og kom í ljós að við höfðum meira pláss og settum því niður þrjár nýjar tegundir, blómkál, aðra tegund af káli og svo man ég alls ekki hvað þetta þriðja var :-) Philomone er greinilega mjög hrifinn af kryddjurtum og þau taka mikið pláss í garðinum. Stærðin á beðunum og magnið af hverju er í engu samræmi við það sem við notum þau þannig að við færðum kryddið yfir í minni beð og þá losnaði pláss fyrir grænmeti sem ég nota :-)
Eins settum við niður jarðarber, um 20 stilka, og verða jarðarberin orðin þroskuð og góð um jólin. Það verður frábært að fara út í garð og tína jarðarber til að hafa í eftirrétt á jólunum - bara dásamlegt :-)
fimmtudagur, 10. nóvember 2011
Hreykin hænumamma
Svo kom að því að henda þeim inn fyrir kvöldið en þær voru ekkert á þeim buxunum.Við reyndum að reka þeir inn en það voru alltaf nokkrar óþekkar sem hlupu í burtu – þetta var bara eins og þegar maður var að smala í sveitinni í denn. Enda sáum við að þetti gengi ekkert og endaði það með því að Philomone varð að halda á hverri einustu inn í hús takk fyrir J
miðvikudagur, 9. nóvember 2011
Fyll´ann takk!!!!
þriðjudagur, 8. nóvember 2011
Flest flýgur nú....
laugardagur, 29. október 2011
Lista- og handverkasýning
Mér fannst nú eiginlega hálfótrúlegt að sjá hve margir listamenn voru þarna að sýna handverkin sín því samfélagið er nú ekkert svaka stórt hérna í Lilongwe. En reyndar voru ekki allir frá Malawi, þarna voru einnig listamenn frá Zimbabwe og Mósambík sem komu gagngert til landsins til þess að sýna listaverkin sín og selja.
Við Villi byrjuðum á að heilsa upp á kunningjakonu okkar sem var með málverkasýningu og þar var að sjálfsögðu opnuð flaska af freyðivíni svona í tilefni opnunar sýningarinnar. Og hvað var klukkan, jú hún rétt náði að verða 10 :-)
En þetta var mjög skemmtilegt og gaman að sjá hve frjótt fólk er í listsköpun sinni.
Bólan kom hlaupandi í hús
Ég var nú ekki alveg til í að kaupa hlaupabóluna en ákvað nú að sjá til hvernig hann væri daginn eftir. Svo var nú bara eiginlega ekki um annað að ræða þegar ég sá hann daginn eftir. Hann var bókstaflega með rauða flekki út um allt.
Ég vildi nú fá álit læknis bara svona til öryggis. Við höfum haft nafn og númer hjá lækni á ísskápnum hjá okkur og töldum okkur vera til í hvað sem var. Ég hringi og segi við stúlkuna sem svarar að ég vilji panta tíma fyrir son minn hjá þessum ákveðna lækni. Ég náði ekki alveg hverju hún svaraði og áður en ég vissi af var ég komin á bið og loks slitnaði bara sambandið. Ég hringi aftur og tala aftur við sömu stúlkuna og kom þá í ljós að þessi læknir var hættur og þetta sé meira að segja ekki lengur læknastofa!!! Ja hver skollinn, hvað átti ég nú að gera. Ég þekkti enga lækna né vissi ég hvar læknastofur væru í bænum. En í gegnum gott fólk komst ég loks í samband við einn lækni og við Rúnar hittum hann síðar þann sama dag.
Og jú jú þetta reyndist vera hlaupabólan. Hann var kominn með bletti á augnlokin, inn í annað eyrað og m.a.s. á vörina. Það var alveg svakalegt að sjá greyið. Hann þjáðist af töluverðum kláða í ca tvo daga en svo bara ekki söguna meir. Það er með ólíkindum hvað þetta hefur angrað hann lítið svona miðað við hve slæmur hann var.
Nú eru allar bólurnar orðnar þurrar og engar nýjar komið í ca tvo daga þannig að gaurinn kemst loksins í skólann eftir helgi. En það er enn rosalegt að sjá hann eins og sést á þessari mynd. Hann þvertók fyrir það að ég tæki mynd af honum að framan :-)
sunnudagur, 11. september 2011
Hænuungarnir mínir
laugardagur, 10. september 2011
Rúnar og skólinn
mánudagur, 29. ágúst 2011
Sally skoðar heiminn
miðvikudagur, 24. ágúst 2011
Fjölgun í fjölskyldunni
þriðjudagur, 23. ágúst 2011
Ævintýri úr umferðinni
mánudagur, 22. ágúst 2011
Snilld
laugardagur, 20. ágúst 2011
Brot ofan á brot
fimmtudagur, 18. ágúst 2011
Lilongwe
Ferðasaga
fimmtudagur, 14. júlí 2011
Styttist í þetta
Um leið og ég er að pakka þá er ég að reyna að ganga þannig frá íbúðinni að Dagmar geti flutt inn. Hún kemur náttúrulega með sína búslóð og því þarf að gera pláss fyrir hana. Þannig að nú er bara verið að henda og verða sjálfsagt farnar nokkrar ferðir á Sorpu.
Svo er það ferðalagið sjálft. Þar sem við eigum bíl í Namibíu munum við keyra þaðan yfir til Malawi. Við höfðum alltaf gert ráð fyrir að keyra: Namibía, Botswana, Zimbabwe, Mosambík og loks Malawi. En svo var Villa bent á aðra leið, þ.e. að fara í gegnum Zambíu og sú leið virðist töluvert styttri. Þannig að við ákváðum að fara frekar þá leið.
Við erum ansi róleg hvað gistingu á leiðinni varðar og höfum ekki enn pantað gistingu. Við eigum nefnilega eftir að ákveða nákvæmlega hvernig við ætlum að gera þetta, þ.e hvað ætlum við að keyra mikið á dag og þess háttar. En það hlýtur að fara að koma, kannski ekki seinna vænna :-)
- Posted using BlogPress from my iPad
föstudagur, 8. júlí 2011
Tinna Rut og Justin
Nett áfall
Svo lá leið mín til Prince George til hennar Tinnu minnar og að sjálfsögðu tók ég paddann með. Þar keypti ég hulstur um gripinn og gat því andað aðeins léttara hvað rispur varðar. Eins og ég hef áður bloggað um átti ég yndislegan tíma hjá henni dóttur minni.
Ferðalagið heim gekk vel, var doldið langt en ókey, ég lenti á Íslandi um miðnætti og var mjög spennt að hitta strákana mína aftur. Ég er nýbyrjuð að taka fullan toll þegar ég lendi hérna heima – núna í sumar frá Svíþjóð var í fyrsta sinn J Ég sem sagt keypti mínar vínflöskur sem leyfilegar eru og m.a.s. sígarettur (fyrir einvherja ónefnda) J Taskan mín kom fljótlega út og ég var tilbúin að hitta gæjana mína sem biðu mín. Annar þeirra var reyndar hálfsofandi að bíða eftir mér en það dró ekki úr spenningnum hjá mér að hitta þá.
Nú var ég tilbúin að ganga í gegn og hitta strákana, kemur þá ekki einn tollari og vill endilega tala við mig og skoða varninginn minn. Hann bað mig voða kurteislega hvort ég vildi ekki koma og leyfa sér að skoða í töskurnar mínar. Ég hélt það nú – ekki málið. Hann byrjar að skoða tollinn minn og þar var allt í lagi (glætan að ég myndi þora að taka meiri toll en ég má taka með mér inn í landið) J Svo biður hann mig að setja töskurnar í gegnum skannan – ekki málið. Nú vill hann fá að skoða í handtöskuna mína og það var minnsta mál. Þar var ég með paddann og poddann, reyndar tvo því ég var með minn og Tinnu; ásamt einhverju öðru smálegu. Tollarinn reyndar fattaði ekki að ég var með padda en ég vissi það ekki fyrr en síðar.
Svo vill hann fá að skoða í stóru ferðatöskuna því hann hafði séð í skannanum að ég væri með einhver rafmagnstæki þar. Ég kveikti nú ekki alveg á hvaða raftæki það væru en hann mátti sko alveg fara í gegnum óhreina þvottinn minn. Svo fattaði ég að ég var með gömlu fartölvuna hennar Tinnu (hún virkar ekki eins og hún á að gera og því tók ég hana til Íslands). Hann var nú fljótur að sjá að þessi fartölva var forngripur og opnaði hana ekki einu sinni. Svo sá hann þráðlausa lyklaborðið mitt sem ég fékk með paddanum. Ég geymi lyklaborðið enn í kassanum svo það rispist ekki. Tollarinn minn spurði mig hve mikið þetta hefði nú kostað??? Ha!!!! Hvað meinar maðurinn? Ég sagði honum sem var að ég hefði fengið þetta í afmælisgjöf og þetta væri lyklaborð við paddann minn. “Ha, ertu með iPad með þér??? Spyr hann mig nú. Ég hélt það nú, hann væri í handtöskunni minni. Hann rýkur beint í handtöskuna mína aftur (munið, hann var búinn að skoða allt sem ég hafði í henni). Þar fann hann paddann minn og spyr mig hvar ég keypti hann. Ég sagði honum eins og var að maðurinn minn hafi gefið mér hann í afmælisgjöf. “Já en ertu með kvittunina fyrir hann???” Nei svaraði ég því þetta var afmælisgjöf og ég hafði ekki fengið kvittun með gjöfinni. Hann segist þá þurfa að taka paddann og ég geti komið á morgun með kvittunina til að sanna að hann sé keyptur á Íslandi.
Ég bara missti málið og fór næstum að gráta. Ætlar maðurin virkilega að taka paddann af mér??? Jú hann sagðist verða að gera það, þetta væri vinnan hans. En ég benti honum á að hann hafði nú ekki einu sinni séð paddann þegar hann skoðaði í handtöskuna mína, heldur hafði ég sagt honum frá honum. Jú jú hann viðurkenndi það, en það breytti svo sem engu, ég þyrfti að sanna það að hann hefði verið keyptur á Íslandi. Svo kom þarna einhver yfirmaður og útbjó eitthvert málanúmer á mig og paddann minn. Ég ligg hálfgrátandi fram á borðið hjá manninum og segist bara ekki trúa því að hann ætli að taka hann af mér. En ef hann geri það þá er sko eins gott að hann fari vel með gripinn og að það komi ekki EIN rispa á hann. Hann fann greinilega afskaplega til með mér en sagðist bara vera að vinna vinnuna sína. Saman fórum við í gegnum paddann til að reyna að finna einhverja dagsetningu um það hvenær ég byrjaði að nota hann svo ég gæti sannað að hann væri keyptur á Íslandi, en við fundum ekkert.
Paddinn minn var núna kominn með eitthvað málanúmer og við bæði komin í tölvuna hjá tollinum og ég með grátstafinn í kverkunum. Þá allt í einu fær frúin hugljómun: “bíddu nú við…. ef þú leyfir manninum mínum að komast inn í heimabankann sinn í tölvunni þinni þá getur hann sýnt þér að paddinn var keypur á Íslandi”. Tollaranum leyst mjög vel á þetta og við rukum fram til að sækja Villa, og þennan sofandi. Innan við 2 mínútum síðar gátum við sýnt þeim að paddinn var sko víst keyptur á Íslandi og ég fékk að fara með hann heim. Mig grunar að manninum hafi verið létt þegar hann horfði á eftir þessari erfiðu konu með paddann sinn ganga út úr flugstöðinni :-)
Tollarinn sagði mér að þegar fólk væri að ferðast með svona dýran grip, þá yrðu þau að hafa kvittunina með. Kæru lesendur, hvaða líkur haldið þið að séu á því að ég fari aftur í flugvél án þess að hafa kvittunina með mér???
Þetta er í fyrsta sinn sem ég er stoppuð í tollinum og að lenda í þessu með paddann minn olli því bara að ég fékk nett áfall og ég hef bara ekki getað bloggað um þetta fyrr :-)