Powered By Blogger

sunnudagur, 25. desember 2011

Garðyrkja

Garðurinn minn heldur áfram að gefa af sér. Ýmsar tegundir eru þó búnar í bili, eins og t.d. butternut, tómatar og agúrkur. En það er búið að setja fullt af nýjum tegundum niður, ásamt þeim sem búnar eru. Rúnar hefur gaman af þessu og í hvert sinn sem hann fer með mér í matvörubúð þá fær hann að velja sér fræpakka til að kaupa og setja svo niður. Hann er m.a. búinn að kaupa, og gróðursetja, baunir og grasker.

Eins settum við niður um daginn hunangsmelónur og vatnsmelónur og það verður forvitnilegt að sjá hvernig þær koma út :-) Nú er ég líka loksins búin að fá rabbabarafræ og þau komin niður. En ég þarf víst að bíða heillengi eftir rabbabarauppskerunni.

Svo hefur komið í ljós að eitt tréð í garðinum er guavatré þar sem ávöxturinn er alveg að verða tilbúinn. Þannig að nú er bara að fara að borða guava, mangó og avakadó ávaxtasalat :-)

Engin ummæli: