Powered By Blogger

mánudagur, 28. nóvember 2011

Garðurinn

Garðurinn er allur að lifna við enda sumarið komið. Það eru nokkur tré í garðinum, m.a. límónutré og avacadotré. Avacadatréð er svo stútfullt af avacado að það stendur varla undir sér. Það eru sjálfsagt nokkur hundruð avacadó á trénu. Í gegnum tíðina höfum við nú bara notað avacado í guacamole en við þurfum greinilega að leita að einhverjum uppskriftum þar sem avacado er notað. Því það er algjör synd ef við nýtum þetta ekki. Reyndar fundu Rúnar og einn vinur hans ágæta leið til að nýta avacadoið - þeir léku sér við að brjóta þau til að ná út steininum. Eins tók Rúnar sig til um daginn og vildi búa til nýtt avacadotré. Hann náði sér í ávöxt og við skárum utan af honum svo bara steinninn var eftir. Í steininn settum við þrjá pinna sem liggja svo ofan á fullu glasi af vatni. Þetta á að gera nýtt tré, alla vega samkvæmt skólanum. Þau eru víst að gera svona tilraun þar.
Svo eru tvö önnur tré með einhverja ávexti en ég man ekki hvað þeir heita, né þekki ég þá. Ég þarf að spyrja Philimone að því.
Ég set inn mynd af avacadotrénu þar sem það sést greinilega að ein greinin helst ekki upp vegna þunga af öllum ávöxtunum :-)

2 ummæli:

Jóhanna sagði...

vááááá magnað....

Nafnlaus sagði...

Mangó, avocado, kál, gúrka, kirsuberjatómatar og ristaðar furuhnetur er alveg eðal salat. Margir borða avocado bara eins og hvern annan ávöxt.
kv.
Sigga