Powered By Blogger

laugardagur, 20. september 2008

klukk

Ég var klukkuð og hér kemur þetta.

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
Afgreiðslustúlka í bakaríi
Í hreinsun á fiski í BÚR (fyrir þá sem ekki vita, Bæjarútgerð Reykjavíkur)
Kennari
Námsráðgjafi

Fjórar kvikmyndir sem ég held upp á:
Terms of endearment
Les Miserables
Rauða akurliljan
Allar myndir eftir Agöthu Christie

Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Útey við Laugarvatn
Breiðholti
Vancouver
Windhoek

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
Friends
Grey´s Anatomy
Diagnosis murder
Midsomer Murders

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Vennesla í Noregi
Oxelösund í Svíþjóð
Kampala í Úganda
Cape Town í Suður Afríku

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:
mbl.is
blakkur.khi.is
ugla.hi.is
visir.is

Fernt sem ég held upp á matarkyns:
Mexican chillie pizza á Sardinia í Windhoek
mexikóskir réttir sem Villi eldar
saltkjöt og baunir
chadoeaubriand nautasteik á Cattle Baron í Wondhoek

Fjórar bækur sem ég les oft:
Allar bækurnar hennar Agöthu Cristie
Price of honour
Dýrin mín stór og smá
Allar bækurnar hans Arnaldar Indriðasonar

Fjórir staðir sem ég vildi helst vera á núna:
Æsufellið
Vennesla
Oxelösund
Æsufellið

og hana nú. Nú held ég að ég eigi að klukka einhverja fjóra og ég ætla að klukka Fanneyju Skagamær, Maju, Dodda og Tinnu.

Bæjó.

sunnudagur, 14. september 2008

Jedúddamía

Þá er kominn tími á það að yngri dóttirin læri að keyra bíl. Pabbi hennar fór með hana út fyrir borgina í dag svo hún gæti æft sig að keyra því hún ætlar að taka bílatíma á Íslandi um jólin. Hún þarf að fara að fá tilfinningu fyrir kúplíngu, bremsu og hvenær á að skipta um gír. Hún hefur nokkrum sinnum fengið að leggja bílnum mínum hérna á bílaplaninu en núna þarf eitthvað meira. Mér var nú svo sem ekki boðið með í bíltúrinn, enda veit ég ekki hvort ég hefði haft taugar í það :-) En þetta gekk víst voða vel hjá henni og hún fékk að keyra 60 km.

"Mamma, ég er orðinn stór strákur"

Rúnar Atli er allur í því að tilkynna hvað honum finnst viðeigandi og hvað ekki, og hvað passar og hvað ekki. Hann fór ásamt pabba sínum og Tinnu Rut í bíltúr í dag. Þegar hann kom heim þá tilkynnti hann það háum rómi að hann þyrfti sko ekki að hafa barnalæsingu í bílnum því hann væri orðinn fjögurra ára gamall, og hana nú. Það þýddi ekkert að rökræða við krakkann, hann sat fastur á sínu.

MIsjafnt læra börnin

Rúnar Atli kom til mín um daginn og sagðist vilja eiga ömmu. Ég sagði honum að hann ætti nú eina mjög góða ömmu, hana Eygló ömmu. Jú jú hann viss það alveg, en hann vill fleiri ömmur. Ég reyndi nú að útskýra fyrir honum að mamma mín, hún Ollý amma, væri því miður dáin. Við ræddum aðeins hvað það þýðir að vera dáin en ég veit svo sem ekki hvort né hve mikið hann skilur af svoleiðis pælingum. En alla vega við ræddum um englana sem passa okkur og svoleiðis. Svo spyr hann mig af hverju hún Ollý amma dó. Ég sagði sem er að hún var veik á spítala og dó. Hann hugsar sig aðeins um og spyr svo "kom svo einhver og skjótti hana?". Ég varð að passa mig að skella ekki upp úr. En hvar læra börnin svona. Lalla amma sagði alltaf að það læra börnin sem fyrir þeim er haft. En ég vil nú ekki meina það að ég gangi um og þykist skjóta mann og annan. Þannig að ekki hefur blessað barnið lært þetta af mér :-) Það er þá spurning hvað pabbinn er að gera með syninum þegar þeir eiga góða stund saman :-)

Þetta hefur greinilega legið honum á hjarta því nokkrum dögum síðar liggjum við saman uppi í rúmi og þá fer hann að tala um englana sem passa okkur. Hann tilkynnt mér að hann vildi að ég og hann mundum deyja til að verða englar og þá gætum við flogið upp til guðs og hitt Ollý ömmu.

Æi það er gaman að þessu.