Powered By Blogger

laugardagur, 29. október 2011

Lista- og handverkasýning

Við hjónin skelltum okkur á lista-og handverkasýningu í morgun. Þarna var samankominn dágóður hópur af listafólki sem var að sýna og selja eigin verk. Þetta voru m.a. málverk, ljósmyndir, alls kyns saumaðar vörur, mósaíklistaverk og margt fleira.

Mér fannst nú eiginlega hálfótrúlegt að sjá hve margir listamenn voru þarna að sýna handverkin sín því samfélagið er nú ekkert svaka stórt hérna í Lilongwe. En reyndar voru ekki allir frá Malawi, þarna voru einnig listamenn frá Zimbabwe og Mósambík sem komu gagngert til landsins til þess að sýna listaverkin sín og selja.

Við Villi byrjuðum á að heilsa upp á kunningjakonu okkar sem var með málverkasýningu og þar var að sjálfsögðu opnuð flaska af freyðivíni svona í tilefni opnunar sýningarinnar. Og hvað var klukkan, jú hún rétt náði að verða 10 :-)

En þetta var mjög skemmtilegt og gaman að sjá hve frjótt fólk er í listsköpun sinni.


Engin ummæli: