Þá kom að því að við fórum og heimsóttum Emmu og fjölskyldu. Villi hefur einu sinni áður farið heim til Filimones og hann var svo séður að merkja leiðina inn á GPS tækið sitt. Fililmone býr hér aðeins fyrir utan borgina þar sem öll húsin eru eins og engar merkingar eða neitt þess háttar. Oft beygir maður út af veginum inn á einhvern troðning og oft sjást þess engin merki að um veg sé að ræða. Alla vega, þá var Filimone farið að lengja eftir því að ég kíkti á Emmu. Því var ákveðið að skella sér í dag.
Villi var nú alveg glettilega góður með að rata þangað en greinilega treysti Filimone því ekki að við myndum finna húsið hans. Því á miðri leið rekum við augun í hann ásamt þremur börnum hans þar sem þau bíða eftir okkur. Við tókum þau upp í og brunuðum beint heim til hans. Það er kannski full mikið að segja að við höfum brunað - troðningurinn býður ekki beint upp á neitt "brun" :-)
Það var gaman að sjá Emmu, hún er falleg lítil snúlla í góðum holdum :-)
Hér koma nokkrar myndir af okkur.
Við erum bara flottar saman :-)
Hérna er Filimone ásamt fjölskyldu sinni, eiginkonu, fjórum börnum, ömmu og fóstursyni.
sunnudagur, 26. ágúst 2012
föstudagur, 24. ágúst 2012
HItt og þetta
Með hækkandi sól og opnun skólanna á nýjan leik eftir fínt frí þá fer félagslífið hjá mömmunum hér í Lilongwe aftur á fullt skrið :-)
Dagskráin þessa vikuna hefur verið nokkuð góð. Á miðvikudaginn hófst skólinn og þann dag fór ég í mat með Hádegisverðarklúbbnum. Þetta eru nokkrar konur sem hittast einu sinni í mánuði og skiptast þær á að bjóða öllum hópnum í mat. Það er reynt að hafa eitthvað ákveðið þema, bæði hvað mat og skreytingar varðar. Núna á miðvikudaginn var þemað Marokkó og maturinn var æði. Þetta eru ansi hressar kellur og gaman að hitta þær. Flestar koma þær frá Suður Afríku og Zimbabwe, en svo er þarna líka kona frá Indlandi, önnur frá Bretlandi og svo ég frá Íslandi. Sem sagt mikið fjör þann daginn.
Á fimmtudagsmorgun var ég svo með kaffiboð hér heima fyrir um 20 IWAM konur. Þetta er hópur alþjóðakvenna sem stundar góðgerðastarfsemi hér í Malawi. Nú er starfið okkar að fara af stað aftur og var þetta Welcoming Tea til að koma okkur í gírinn. Þetta var fínn kaffimorgunn og gaman að hittast aftur eftir langt frí :-)
Á morgun, laugardag, er svo Kveðju hádegisverður þar sem við í IWAM erum að kveðja Sister Rosmary. Eitt þeirra verkefna sem IWAM hefur stutt í gegnum tíðina heitir St. Mary's Rehabilitation Centre og er rekið af nunnum frá Indlandi og Spáni. Sister Rosmary hefur verið forstöðukonan(nunnan) í þessari miðstöð í mörg ár. En núna er hún að flytja aftur heim til Indlands eftir að hafa búið hér í Malawi í rúm 12 ár.
Sem sagt nóg að gera :-)
Dagskráin þessa vikuna hefur verið nokkuð góð. Á miðvikudaginn hófst skólinn og þann dag fór ég í mat með Hádegisverðarklúbbnum. Þetta eru nokkrar konur sem hittast einu sinni í mánuði og skiptast þær á að bjóða öllum hópnum í mat. Það er reynt að hafa eitthvað ákveðið þema, bæði hvað mat og skreytingar varðar. Núna á miðvikudaginn var þemað Marokkó og maturinn var æði. Þetta eru ansi hressar kellur og gaman að hitta þær. Flestar koma þær frá Suður Afríku og Zimbabwe, en svo er þarna líka kona frá Indlandi, önnur frá Bretlandi og svo ég frá Íslandi. Sem sagt mikið fjör þann daginn.
Á fimmtudagsmorgun var ég svo með kaffiboð hér heima fyrir um 20 IWAM konur. Þetta er hópur alþjóðakvenna sem stundar góðgerðastarfsemi hér í Malawi. Nú er starfið okkar að fara af stað aftur og var þetta Welcoming Tea til að koma okkur í gírinn. Þetta var fínn kaffimorgunn og gaman að hittast aftur eftir langt frí :-)
Á morgun, laugardag, er svo Kveðju hádegisverður þar sem við í IWAM erum að kveðja Sister Rosmary. Eitt þeirra verkefna sem IWAM hefur stutt í gegnum tíðina heitir St. Mary's Rehabilitation Centre og er rekið af nunnum frá Indlandi og Spáni. Sister Rosmary hefur verið forstöðukonan(nunnan) í þessari miðstöð í mörg ár. En núna er hún að flytja aftur heim til Indlands eftir að hafa búið hér í Malawi í rúm 12 ár.
Sem sagt nóg að gera :-)
Rúnar og R(L)otani
Eins og ég talaði um í færslu um daginn þá ruglast Malawar oft í framburði á R og L og stundum er erfitt að átta sig á hvað fólk heitir. Hér við húsið höfum við mjög fínan vörð. Þetta er fínn kall sem passar upp á allt. En nú er svo komið að við fjölskyldan erum ekki alveg samhljóða um hvað hann heitir. Þegar við kynntust honum fyrst þá kynnti hann sig sem Rotani og það kölluðum við hann að sjálfsögðu. Svo mörgum mánuðum síðar kom í ljós að hann heitir víst Lotani. En ég get bara ekki kallað manninn Lotani, mér finnst það bara ekki passa. Í mínum huga heitir hann Rotani. En Rúnar og Villi kalla hann Lotani. Hann svo sem kippir sér ekkert upp við þennan nafnarugling hjá okkur :-)
En Rúnar og Rotani eru miklir mátar og er þetta fín mynd af þeim saman.
En Rúnar og Rotani eru miklir mátar og er þetta fín mynd af þeim saman.
4V
Jæja þá er skólinn kominn af stað aftur og er það mjög gott. Rúnar hefur nú aldeilis ekki viljað viðurkenna að hann hlakki til að byrja aftur - en hann er nú ósköp ánægður :-)
Hann er núna kominn í Year 4 og lenti hjá karlkennara. Þeir eru nú ekki margir í þessum skóla, frekar en öðrum. Kennarinn heitir Mr Van Der Merwe og krakkarnir vilja meina að hann gefi aldrei heimavinnu, eða alla vega litla sem enga. Þannig að þið getið rétt ímyndað ykkur gleði sonar míns við það að lenda í bekk hjá þessum kennara.
Hér er hann tilbúinn að mæta í skólann, hress og kátur :-)
Hann er núna kominn í Year 4 og lenti hjá karlkennara. Þeir eru nú ekki margir í þessum skóla, frekar en öðrum. Kennarinn heitir Mr Van Der Merwe og krakkarnir vilja meina að hann gefi aldrei heimavinnu, eða alla vega litla sem enga. Þannig að þið getið rétt ímyndað ykkur gleði sonar míns við það að lenda í bekk hjá þessum kennara.
Hér er hann tilbúinn að mæta í skólann, hress og kátur :-)
sunnudagur, 19. ágúst 2012
Keflavík - London - Jóhannesarborg - Lilongwe
Jæja þá kom að því að yndislegri veru okkur Rúnars á Íslandi í sumar tæki enda. Tveimur dögum fyrir brottför byrjaði ég að pakka niður. Eins og sumir kannski vita þá hef ég í gegnum tíðina verið alveg með ólíkindum passasöm hvað þyngd á ferðatöskum varðar. Þessi passasemi hjá mér jaðrar við bilun er mér sagt :-) Allar töskur hafa verið vigtaðar fram og til baka og ég hef passað að þær séu ekki yfir leyfilegri þyngd. Þetta hefur oft vakið líflegar umræður í fjölskyldunni og það hefur verið hlegið að mér fyrir þessa bilun. En ein jólin fékk ég þó í jólagjöf handvigt - þannig að nú kræki ég bara töskunum upp og sé hvað þær eru þungar - snilld :-) Það hefur nefnilega oft verið erfitt að sjá á vigtina þegar taskan liggur á henni. Alveg sama hvernig ég ligg á gólfinu og reyni að kíkja undir töskuna og á nálarnar á vigtinni. Þannig að þá er bara að stíga á vigtina sjálf með og án tösku og mismunurinn er þá þyngd töskunnar. En handvigtin leysti þessi vandamál mín snilldarlega :-)
Það kom fljótt í ljós þegar ég byrjaði að pakka niður að ég hafði keypt alltof mikið af dóti í sumar og það var ekki séns að það passaði allt í tvær töskur - og innan þyngdarmarka :-) Þannig að úr varð að ég bætti við þriðju töskunni. Þetta kostaði talsvert stúss á flugvellinum en við þurftum þá bara að bíða styttra þegar við vorum komin í gegn.
Við lögðum af stað úr Æsufellinu eldsnemma morguns og flugið til London gekk mjög vel. Við lentum þar skömmu fyrir hádegi og vorum fljót að koma okkur á eðalstofuna þar sem við létum okkur líða vel þar til vélin til Jóhannesarborgar fór í loftið. Ætli við höfum ekki þurft að bíða um átta eða níu stundir í London, það varð klukkutíma seinkunn á vélinni okkar til Suður Afríku. En loks var okkur hleypt um borð í vélina og gátum lagt af stað í langa flugið. Það flug tekur um 11 klukkutíma sem er alveg þokkalega langur tími.
Við Rúnar vorum vakandi langt fram á nótt að horfa á bíómyndir - ég skil bara ekki hvað við héngum vakandi lengi. Ég datt niður á mynd með Ewan McGregor - það er nú ekki leiðinlegt að horfa á þann leikara :-) En myndin kom mér satt að segja mikið á óvart. Hún heitir "Salmon fishing in the Yemen" og var stórgóð.
Allan daginn hafði Rúnar borðað ansi takmarkað, hann var alveg lystarlaus í London og ekki vildi hann kvöldmatinn í Suður Afrísku vélinni. Enda vorum við þau síðustu sem fengum matinn okkar í vélinni og það var bara til pasta í rjómasósu og það var ekki séns að hann borði það. Flugfreyjan var alveg miður sín og lofaði að reyna að finna eitthvað fyrir hann að borða. Hún kom skömmu síðar með slatta af súkkulaðistykkjum, rúsínum og hnetum. Aldeilis ágætur kvöldverður eða þannig. En þetta nartaði hann í um kvöldið. Hún lofaði að koma með morgunmatinn okkar á undan öðrum næsta morgun, sem hún og gerði.
Þó við Rúnar horfðum á vídeómyndir langt fram eftir nóttu kom nú að því að við sofnuðum aðeins. Ég hafði sjálfsagt náð að sofa í þrjá tíma þegar allir voru vaktir í morgunmat. Rúnar leit ekki við morgunmatnum sínum sem var slæmt því stoppið okkar í Suður Afríku var svo stutt (vegna seinkunnarinnar) að ég gat ekki keypt neitt fyrir hann þar að borða. Við urðum að þjóta um flugvöllinn til að tékka okkur inn og komast í gegnum allt eftirlit og að rútunni sem tók okkur út í vélina til Lilongwe. Mér datt nú bara í hug hérna um árið þegar við Eygló þurftum að hlaupa um þennan sama flugvöll til að ná vélinni okkar til Namibíu :-)
Þegar við vorum loks sest í sætin okkar í síðustu vélinni í þessu ferðalagi og búin að spenna okkur varð Rúnar veikur. Þá var matarleysið, þreytan og flugið greinilega farið að segja til sín hjá gaurnum. Hann var bara alveg búinn á því. En flugið til Lilongwe gekk svo áfallalaust eftir þetta og við lentum hérna um 12.30. Svo tók við bið eftir töskunum okkar - ég hélt þær ætluðu bara ekki að koma. Svo loksins eftir langa bið kom fyrsta taskan og við voða ánægð því núna væri þetta að koma. En nei nei, það varð önnur löng bið eftir næstu tösku sem kom þó loksins. En þriðja og síðasta taskan kom aldrei. Við biðum þar til búið var að slökkva á færibandinu og ljóst var að allar töskur úr vélinni væru komnar. Síðasta taskan mín hafði sem sagt orðið eftir í Jóhannesarborg og kæmi vonandi með sömu vél daginn eftir, var mér sagt.
Þannig að við fórum heim með tvær töskur og vorum bara fegin að komast út úr fluvallarbyggingunni. Við vorum svo komin heim um þrjú leytið. Það voru miklir fagnaðarfundir hjá Rúnari og Edidu og eins var gaman að hitta Sally og Snúllu og hænurnar. Já það var mikið gott að komast heim. Ég rétt megnaði að elda kvöldmat fyrir okkur Rúnar en gerði akkúrat ekki neitt annað þann daginn. En Rúnar, hann var farinn út í fótbolta og badminton. Hann hafði greinilega fengið smá orkuskot við að komast heim.
Það var yndislegt að leggjast upp í rúm um kvöldið og vakna svo við hanagalið morguninn eftir :-) Ja ælti það sé ekki nærri lægi að segja rumska við hanagalið, því ég snéri mér nú bara á hina hliðina og hélt áfram að sofa. Þar til tími var kominn að fara aftur út á flugvöll að sækja Villa og sjá hvort taskan mín væri með vélinni.
Það kom fljótt í ljós þegar ég byrjaði að pakka niður að ég hafði keypt alltof mikið af dóti í sumar og það var ekki séns að það passaði allt í tvær töskur - og innan þyngdarmarka :-) Þannig að úr varð að ég bætti við þriðju töskunni. Þetta kostaði talsvert stúss á flugvellinum en við þurftum þá bara að bíða styttra þegar við vorum komin í gegn.
Við lögðum af stað úr Æsufellinu eldsnemma morguns og flugið til London gekk mjög vel. Við lentum þar skömmu fyrir hádegi og vorum fljót að koma okkur á eðalstofuna þar sem við létum okkur líða vel þar til vélin til Jóhannesarborgar fór í loftið. Ætli við höfum ekki þurft að bíða um átta eða níu stundir í London, það varð klukkutíma seinkunn á vélinni okkar til Suður Afríku. En loks var okkur hleypt um borð í vélina og gátum lagt af stað í langa flugið. Það flug tekur um 11 klukkutíma sem er alveg þokkalega langur tími.
Við Rúnar vorum vakandi langt fram á nótt að horfa á bíómyndir - ég skil bara ekki hvað við héngum vakandi lengi. Ég datt niður á mynd með Ewan McGregor - það er nú ekki leiðinlegt að horfa á þann leikara :-) En myndin kom mér satt að segja mikið á óvart. Hún heitir "Salmon fishing in the Yemen" og var stórgóð.
Allan daginn hafði Rúnar borðað ansi takmarkað, hann var alveg lystarlaus í London og ekki vildi hann kvöldmatinn í Suður Afrísku vélinni. Enda vorum við þau síðustu sem fengum matinn okkar í vélinni og það var bara til pasta í rjómasósu og það var ekki séns að hann borði það. Flugfreyjan var alveg miður sín og lofaði að reyna að finna eitthvað fyrir hann að borða. Hún kom skömmu síðar með slatta af súkkulaðistykkjum, rúsínum og hnetum. Aldeilis ágætur kvöldverður eða þannig. En þetta nartaði hann í um kvöldið. Hún lofaði að koma með morgunmatinn okkar á undan öðrum næsta morgun, sem hún og gerði.
Þó við Rúnar horfðum á vídeómyndir langt fram eftir nóttu kom nú að því að við sofnuðum aðeins. Ég hafði sjálfsagt náð að sofa í þrjá tíma þegar allir voru vaktir í morgunmat. Rúnar leit ekki við morgunmatnum sínum sem var slæmt því stoppið okkar í Suður Afríku var svo stutt (vegna seinkunnarinnar) að ég gat ekki keypt neitt fyrir hann þar að borða. Við urðum að þjóta um flugvöllinn til að tékka okkur inn og komast í gegnum allt eftirlit og að rútunni sem tók okkur út í vélina til Lilongwe. Mér datt nú bara í hug hérna um árið þegar við Eygló þurftum að hlaupa um þennan sama flugvöll til að ná vélinni okkar til Namibíu :-)
Þegar við vorum loks sest í sætin okkar í síðustu vélinni í þessu ferðalagi og búin að spenna okkur varð Rúnar veikur. Þá var matarleysið, þreytan og flugið greinilega farið að segja til sín hjá gaurnum. Hann var bara alveg búinn á því. En flugið til Lilongwe gekk svo áfallalaust eftir þetta og við lentum hérna um 12.30. Svo tók við bið eftir töskunum okkar - ég hélt þær ætluðu bara ekki að koma. Svo loksins eftir langa bið kom fyrsta taskan og við voða ánægð því núna væri þetta að koma. En nei nei, það varð önnur löng bið eftir næstu tösku sem kom þó loksins. En þriðja og síðasta taskan kom aldrei. Við biðum þar til búið var að slökkva á færibandinu og ljóst var að allar töskur úr vélinni væru komnar. Síðasta taskan mín hafði sem sagt orðið eftir í Jóhannesarborg og kæmi vonandi með sömu vél daginn eftir, var mér sagt.
Þannig að við fórum heim með tvær töskur og vorum bara fegin að komast út úr fluvallarbyggingunni. Við vorum svo komin heim um þrjú leytið. Það voru miklir fagnaðarfundir hjá Rúnari og Edidu og eins var gaman að hitta Sally og Snúllu og hænurnar. Já það var mikið gott að komast heim. Ég rétt megnaði að elda kvöldmat fyrir okkur Rúnar en gerði akkúrat ekki neitt annað þann daginn. En Rúnar, hann var farinn út í fótbolta og badminton. Hann hafði greinilega fengið smá orkuskot við að komast heim.
Það var yndislegt að leggjast upp í rúm um kvöldið og vakna svo við hanagalið morguninn eftir :-) Ja ælti það sé ekki nærri lægi að segja rumska við hanagalið, því ég snéri mér nú bara á hina hliðina og hélt áfram að sofa. Þar til tími var kominn að fara aftur út á flugvöll að sækja Villa og sjá hvort taskan mín væri með vélinni.
föstudagur, 3. ágúst 2012
Enn og aftur
Við skelltum okkur aftur á Árbæjarsafnið í gær. Mér finnst þetta safn alveg meiri háttar. Þegar við Rúnar fórum þarna um daginn höfðum við því miður ekki of mikinn tíma. Þannig að núna þræddum við svo til hvert einasta hús á safninu og skemmtum okkur vel. Rúnar er fínn leiðsögumaður um safnið því hann hefur verið með annan fótinn þarna í sumar. Ætli þetta hafi ekki verið fjórða eða fimmta skiptið hans í sumar.
Enda gat hann frætt okkur Dagmar um Hallberu draug. Leiðsögumaðurnn minn fékkst reyndar ekki til að vera of lengi inni í því húsi sem Hallbera hafði gert sig heimakomna í :-) Mig minnir að það hús heitir "Væringjabæli" og var notað af skátum.
En Árbæjarsafn er flott safn.
Krökkunum í Faxabóli hafði verið sagt að sá sem gæti lyft þessari keðju mætti taka hana heim til sín og eiga hana. Að sjálfsögðu þurfti að reyna :-)
Eins varð að reyna stulturnar, það gekk nú alveg þokkalega.
Eitthvað gekk illa að hemja hestinn :-)
Enda gat hann frætt okkur Dagmar um Hallberu draug. Leiðsögumaðurnn minn fékkst reyndar ekki til að vera of lengi inni í því húsi sem Hallbera hafði gert sig heimakomna í :-) Mig minnir að það hús heitir "Væringjabæli" og var notað af skátum.
En Árbæjarsafn er flott safn.
Krökkunum í Faxabóli hafði verið sagt að sá sem gæti lyft þessari keðju mætti taka hana heim til sín og eiga hana. Að sjálfsögðu þurfti að reyna :-)
Eins varð að reyna stulturnar, það gekk nú alveg þokkalega.
Eitthvað gekk illa að hemja hestinn :-)
miðvikudagur, 1. ágúst 2012
Hvað á barnið að heita?
Í vor lét Filimone, garðyrkjumaðurinn minn, mig vita að hann og eiginkona sín ættu von á sínu fjórða barni núna í endaðan júní eða byrjun júlí. Eins sagði hann mér að þau hjón hefðu ákveðið að biðja mig að velja nafn á barnið. Það kom nú hálfvegis á mig en að sjálfsögðu gat ég ekki skorist undan slíkum heiðri :-)
Af og til hugsaði ég svo um hvað ég ætti að láta barnið heita en gekk illa svo ég ákvað bara að bíða með það þar til barnið fæddist. Það hlyti að verða auðveldara að finna nafn þegar ég vissi hvort það væri strákur eða stelpa.
Loks að morgni 9. júlí lét Filimone Villa vita að þau hjónin væru að fara upp á spítala. Fljótlega upp úr hádegi er hann svo mættur aftur í vinnu með þær fréttir að þau hafi eignast litla stúlku og móður og dóttur heilsist vel og séu komnar heim. Villi vildi senda Filimone heim aftur og njóta þess að vera í fríi með fjölskyldunni. Nei, ekki að ræða það, hann vildi vera í vinnunni :-)
En nú lá á að finna nafn á barnið. Ég var með nokkur atriði sem ég varð að taka tillit til hvað nafn varðar. T.d. fannst mér nafnið verða að ganga bæði á íslensku og ensku, ekki vildi ég hafa r né l í nafninu því Malawar ruglast gjarnan í framburði á þessum tveimur stöfum. Ef stúlkan yrði t.d. látin heita Rakel, gæti hún verið kölluð Laker og mér fannst það ekki passa. Eins fannst mér nafnið verða að vera stutt og laggott. Enn gekk mér illa að finna gott nafn og var ég undir nokkurri pressu því það lá á að nefna stúlkuna.
Loks kom nafnið til mín, Emma. Mér finnst þetta fallegt nafn, það er bæði stutt og auðvelt í framburði. Mér finnst eiginlega magnað að ég skuli hafa dottið niður á þetta nafn því ég þekki enga Emmu, ég hef ekki verið að hugsa né lesa um neina Emmu eða neitt þess háttar. En þetta nafn kom til mín og þá þýddi ekkert annað en að nota það nafn.
Auðvitað varð ég að vita hvað nafnið þýðir og gúgglaði það. Nafnið Emma er fornt germansk nafn sem merkir iðin, húsleg. Eins hét drottning Knúts mikla Danakonungs (1017) Emma. Villi kom þessum skilaboðum til Filimones og þau hjónin eru ánægð.
Ég er hins vegar ansi forvitin að komast að því hvað, eða hvort, það þýðir hjá Malöwum að velja nafn á barn. Ég er kannski búin að koma mér í það að þurfa að sjá um alla skólagöngu Emmu :-) Æi það er gaman að þessu.
Af og til hugsaði ég svo um hvað ég ætti að láta barnið heita en gekk illa svo ég ákvað bara að bíða með það þar til barnið fæddist. Það hlyti að verða auðveldara að finna nafn þegar ég vissi hvort það væri strákur eða stelpa.
Loks að morgni 9. júlí lét Filimone Villa vita að þau hjónin væru að fara upp á spítala. Fljótlega upp úr hádegi er hann svo mættur aftur í vinnu með þær fréttir að þau hafi eignast litla stúlku og móður og dóttur heilsist vel og séu komnar heim. Villi vildi senda Filimone heim aftur og njóta þess að vera í fríi með fjölskyldunni. Nei, ekki að ræða það, hann vildi vera í vinnunni :-)
En nú lá á að finna nafn á barnið. Ég var með nokkur atriði sem ég varð að taka tillit til hvað nafn varðar. T.d. fannst mér nafnið verða að ganga bæði á íslensku og ensku, ekki vildi ég hafa r né l í nafninu því Malawar ruglast gjarnan í framburði á þessum tveimur stöfum. Ef stúlkan yrði t.d. látin heita Rakel, gæti hún verið kölluð Laker og mér fannst það ekki passa. Eins fannst mér nafnið verða að vera stutt og laggott. Enn gekk mér illa að finna gott nafn og var ég undir nokkurri pressu því það lá á að nefna stúlkuna.
Loks kom nafnið til mín, Emma. Mér finnst þetta fallegt nafn, það er bæði stutt og auðvelt í framburði. Mér finnst eiginlega magnað að ég skuli hafa dottið niður á þetta nafn því ég þekki enga Emmu, ég hef ekki verið að hugsa né lesa um neina Emmu eða neitt þess háttar. En þetta nafn kom til mín og þá þýddi ekkert annað en að nota það nafn.
Auðvitað varð ég að vita hvað nafnið þýðir og gúgglaði það. Nafnið Emma er fornt germansk nafn sem merkir iðin, húsleg. Eins hét drottning Knúts mikla Danakonungs (1017) Emma. Villi kom þessum skilaboðum til Filimones og þau hjónin eru ánægð.
Ég er hins vegar ansi forvitin að komast að því hvað, eða hvort, það þýðir hjá Malöwum að velja nafn á barn. Ég er kannski búin að koma mér í það að þurfa að sjá um alla skólagöngu Emmu :-) Æi það er gaman að þessu.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)