Powered By Blogger

föstudagur, 20. ágúst 2010

Gott líf

Þá er ritgerðin komin til prófdómara og ég vona bara hið besta. Ég held ég eigi ekki eftir að nenna að gera einhverjar meiriháttar lagfæringar - bara búin að fá nóg af ritgerðinni :-) En ég á nú svo sem ekki von á mörgum athugasemdum. Því leiðbeinandinn minn og sérfræðingurinn eru jú báðir búnir að liggja yfir gripnum og setja út á :-)

Þannig að ég held bara áfram að sauma og leika mér. Var að klára að setja saman bútateppið (þ.e.a.s. alla bútana - á eftir að gera saml0kuna) og er hálfnuð með jólalöber (krosssaum). Það er gaman að lifa :-)

þriðjudagur, 3. ágúst 2010

Back to reality

Mín bara búin að sitja við sauma núna í nokkra daga :-) Í gær sneið ég allt í eitt stórt rúmteppi og setti annað saman (reyndar lítið - æfingastykki). Þetta er ótrúlega gaman. Ég er að reyna að hanna í huganum bútateppi sem ég get líka notað krosssauminn í. Hef nokkuð góða hugmynd en vantar bara uppskriftir af stökum blómum.

Ég var bara algjörlega dottin í leik og dundur :-) Var sem sé búin að leggja ritgerðina mína á hilluna; þar til ég heyrði eitthvað til baka frá leiðbeinandanum mínum. Fékk svo þennan líka fína skammt til baka í morgun með athugasemdum frá honum og sérfræðingnum. Úff, mín þarf að setjast aftur við tölvuna og gera nokkrar lagfæringar. Þetta er svo sem ekki alvarlegar athugasemdir, en það verður erfitt að koma sér aftur í gang með skriftir þar sem ég var bara hætt (í huganum alla vega) :-) Sem sagt, aftur í alvöruna.