Það vildi svo "skemmtilega" til að þessa daga sem vorum þarna þá var einhver heljarins ráðstefna í borginni og því voru öll hótel og gistiheimili uppbókuð. En það var hægt að troða okkur á eitt gestahúsið sem fær nú kannski ekki beint 10 í einkunn frá mér. Rafmagnið var af skornum skammti (sem er víst algengt vandamál í borginni) og þ.a.l. var lítið um loftkælingu. En það sem verra var að það var ekkert heitt vatn :-) En það var mjög gaman að koma þarna og sjá eitthvað nýtt.
Næst er förinni heitið til Opuwo og förum við þangað á fimmtudaginn og komum sennilega heim aftur á sunnudaginn. Ég held að Opuwo sé minn uppáhaldsstaður í Namibíu, það jafnast ekkert á við að liggja á sundlaugarbakkanum með hvítvínsglas og horfa á fegurðina. Þið sem hafið komið þarna vitið hvað ég meina :-) Svo er líka alltaf jafn skemmtilegt að heimsækja Himbana.