Powered By Blogger

föstudagur, 2. desember 2011

Smá slys

Rúnar var í afmælisveislu í dag hjá einum vini sinum og það var rosa fjör. Það var m.a. vatnsrenningur sem alltaf er jafn skemmtilegur :-) Fjölskyldan er frá Zimbabwe en hefur búið í nokkur ár hér í Malawi, þau búa í næsta húsi við okkur (svo til) og við höfum náð að kynnast þeim ágætlega. En þau hafa gefist upp á Malawi og flytja á sunnudaginn til Zambíu. Þetta var því afmælis/lokaveisla. Okkur Villa var svo boðið í "eftir-partý". Við vorum rétt mætt þegar Rúnar Atli rekur upp þetta rosa öskur og er greinilega sár þjáður. Hann hafði setið á stórum steini og eitthvað gerist sem veldur því að hann dettur niður og steinninn ofan á ökklann á honum. Hjá steininum var trjástubbur og hann virðist hafa klemmst á milli þeirra líka. Alla vega þá var fyrst haldið að hann hefði jafnvel ökklabrotnað því þetta leit ekki vel út. Við fórum beint heim með guttann og hann hefur nú slappað vel af og þetta lítur miklu betur út. Hann hefur ekki einu sinni brákast en hann fær þokkalegt mar á ökklann. Hinn fóturinn er líka vel marinn á kálfanum. En hann stígur í fótinn og þá er þetta í góðu lagi. En þegar eitthvað svona kemur upp á þá finn ég hvað ég þekki akkúrat ekki neitt til hérna í borginni. Ég veit um einn lækni en hann er staddur erlendis. Ég veit ekki einu sinni hvar spítali er hérna. Svo eru ekki allir spítalar/læknastofur með röntgentæki svo ekki getur maður farið hvert sem er.
Hann er að fylgjast með mér að pikka inn þetta blogg og vill ólmur fá að blogga líka :-) Eftirfarandi er frá honum (þetta er sem sagt óskalistinn hans) :

Ég vil Earth Moon, Volcano making kit, Soccer game, Magic (12 töfrabrögð!), Water gun,
Jenga, Lego Star Wars 1PS, Sticker book, Blíantur og Golf Clubs.Frá Rúnari

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þar sem ég er á undan hjúkkunni að kommenta og búin að fara á námskeiðið: slys á börnum. Þá geta þau alveg gengið þó þau séu brotin - betra að láta kíkja:-)
Kv.
Sigga hjúkrunarmamma

Nafnlaus sagði...

Já mömmur vita alltaf best, en ég mundi mæla með myndatöku til að útiloka brot. Hvernig væri að kanna nálæg sjúkrahús og læknaþjónustu þarna í kring. Já og þótt það sé brot þá er líka mjög oft hægt að hreyfa liðinn.
Kv. Jóhanna bráðahjúkka