Powered By Blogger

laugardagur, 30. janúar 2010

Fjölgun í fjölskyldunni

Bekkurinn hans Rúnars Atla fékk nýja "nemendur" í gær, voru það fiskar og froskar. Hann var mjög hrifinn af þessu og forvitnaðist hvort foreldrar hans væru til í að kaupa fiska handa honum.  Jú jú, gamla settið tók ekki illa í það. Svo í morgun fóru feðgarnir í bæinn og komu heim með fiskabúr og 10 fiska. Hann er voða ánægður með sig og tekur þessu af mikilli alvöru. Svo á hann bara eftir að finna nöfn á allt gengið. Hann velti fyrir sér Nemó Andrésson á einn þeirra - en ætlar að sjá til áður en hann ákveður þetta alveg :-)

sunnudagur, 24. janúar 2010

Komið árið 2010

Þá er komið að fyrsta bloggi mínu á þessu ári. Ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða - en er ekki sagt að þegar gaman er líður tíminn hratt?? :-)

Ferðalagið hingað út gekk alveg ágætlega og það var gott að komast heim aftur. Með hverju árinu tekur það mig alltaf lengri og lengri tíma að jafna mig eftir langa flugið - skrítið :-)

Rúnar Atli byrjaði svo í "stóra" skólanum í síðustu viku og það var mikil hamingja þegar allir vinirnir hittust aftur. Annars er hann bara hress og kátur eins og hans er von og vísa. 

Ég á eitthvað erfitt með að koma mér í gang aftur eftir langt frí - er þó búin að drattast til að panta kennslubókina sem ég þarf í eina faginu sem ég tek þessa önn. En svo þarf ég að fara að leggjast yfir rannsóknina mína og ákveða hvað nákvæmlega ég ætla að rannsaka. En, eins og ég sagði, þá er ég eitthvað sein í gang. Ég kemst örugglega á skrið í næstu viku - segjum það alla vega :-)