Powered By Blogger

föstudagur, 9. desember 2011

Rúnar og lífið

Í gærkveldi var ég eitthvað að huga að jólamyndinni sem ég er að sauma (gríp í hana annað slagið). Sé þá margar afklippur af garninu liggja á borðinu. Ég skildi ekkert hvaðan þetta kom en sé þá svipinn á syni mínum og spyr hvort hann kannist eitthvað við þetta. Jú hann viðurkenndi það nú. Hann klippti garnið því hann vildi vita hvernig það væri að klippa garn og segir svo: "veistu mamma, það var bara ekkert erfitt"

Hann er mjög hrifinn af Lego-dóti og á fullt af þessu og vinirnir leika sér endalaust að þessu dóti. Lego star wars er þó í mestu uppáhaldi. Hann á einhver Legoblöð þar sem allt legódótið er sýnt. Honum finnst mjög gaman að liggja uppí rúmi og skoða þessi blöð og hann skoðar þau fram og aftur. Það eru nokkrir hlutir í blöðunum sem hann langar mikið í en því miður finnst ekkert slíkt í búðum hér. Hann spurði mig þá hvort við gætum ekki pantað þetta og látið senda okkur hingað. Svo segir hann: "mamma ef þú gerir það þá skal ég ekki suða um neitt fyrr en árið 2013". En svo var hann fljótur að draga í land og lofaði að suða ekki um neitt fyrr en 2012.

Engin ummæli: