fimmtudagur, 18. febrúar 2010
Mikið undrunarefni
sunnudagur, 14. febrúar 2010
Stífar æfingar
miðvikudagur, 10. febrúar 2010
iPad
sunnudagur, 7. febrúar 2010
Loksins, loksins
laugardagur, 6. febrúar 2010
Frystikista í farangrinum
Við leituðum að góðum frysti og fundum einn slíkan og reyndum eins og við gátum að kríja út smá afslátt en við erum greinilega ekki nógu góðar í svoleiðis umleitunum J En frystinn keyptum við nú þrátt fyrir það.
Á fimmtudaginn var kom svo loks að því að afhenda skólanum frystinn og við ákváðum nokkrar að skella okkur og afhenda hann í eigin persónu. Flestir nemendur við skólann eru San og var tekið á móti okkur af þeirra sið, þ.e. með söng og dansi og það er alltaf jafn gaman að því.
Í skólanum eru um 480 nemendur en á heimavistinni eru rúmlega 300. Við röltum okkur um skólalóðina og fengum að kíkja inn á heimavistina sem telur nokkur hús. Í hverju húsi er þröngt á þingi og sofa t.d. 30 – 40 strákar í einu húsinu en þar voru nú ekki nema 9 rúm. Þannig að það sofa nokkrir í hverju rúmi og svo er einnig gist á gólfinu.
Skólinn hefur yfir að ráða bókasafni sem er nú reyndar vanbúið af bókum en reglusemin er ekki minni en við eigum að venjast.
Ferðin var mjög fróðleg og það er gaman að kynnast aðstæðum sem fólk býr við og sjá færni þeirra í því að gera gott úr litlum efnum. Við vorum allar mjög ánægðar með ferðina og erum vissar um að frystirinn eigi eftir að koma að góðum notum.
Hér eru nokkrar myndir úr heimsókninni í skólann