Við fórum til Etosha og keyrðum í gegnum garðinn, það tók nú ekki „nema“ sex klukkutíma en var mjög gaman og við sáum fullt af dýrum. Svo lá leiðin til Opuwo þar sem við heimsóttum Himbana. Það er alltaf jafn gaman að hitta þá og sjá hvernig þeir lifa. Eins fórum við til Omaruru og sátum við vatnsbólið og höfðum það gott.
Þetta er bara búið að vera frábært og Begga og Stína, takk fyrir samveruna.
Svo eru tvær vikur í næstu gesti :-)