Powered By Blogger

miðvikudagur, 28. apríl 2010

Gestagangur

Jæja þá eru gestirnir okkar farnir. Begga vinkona og mamma hennar eru búnar að vera hjá okkur í um tvær vikur. Við höfum ferðast heilmikið og hlegið enn meira :-)

Við fórum til Etosha og keyrðum í gegnum garðinn, það tók nú ekki „nema“ sex klukkutíma en var mjög gaman og við sáum fullt af dýrum. Svo lá leiðin til Opuwo þar sem við heimsóttum Himbana. Það er alltaf jafn gaman að hitta þá og sjá hvernig þeir lifa. Eins fórum við til Omaruru og sátum við vatnsbólið og höfðum það gott.

Þetta er bara búið að vera frábært og Begga og Stína, takk fyrir samveruna.

Svo eru tvær vikur í næstu gesti :-)

laugardagur, 10. apríl 2010

quilt teppið
Ég lofaði því um daginn að henda inn mynd af bútasaumsteppinu sem ég byrjaði á um daginn. Ég hef unnið eins mikið í því og ég reikna með að gera. Ég sem sagt kláraði bara framhliðina, og það vantar m.a.s. síðasta hringinn hjá mér. En ég reikna ekki með að klára meira af þessu teppi sökum tímaleysis. Ég er þokkalega sátt með árangurinn hjá mér, en ef vel er skoðaða má sjá að hornin passa ekki og ég hefði sennilega átt að velja betur saman litina. En þetta er prufa hjá mér og sem slík er þetta ekki algjör hörmung :-)


Ég lærði alla vega að "applique" og það er nú bara ágætt :-)

fimmtudagur, 1. apríl 2010

Tíminn líður

Þá er bara kominn 1. apríl árið 2010. Ótrúlegt hvað tíminn flýgur áfram - en gott á meðan gaman er.

Annars heldur nú lífið bara áfram hérna hjá okkur - svo sem ekkert nýtt í fréttum.