Powered By Blogger

sunnudagur, 11. desember 2011

Litlu jólin

Ég fór í búðina í gær, sem er nú ekki fréttnæmt, nema hvað að búðin var full af alls kyns munaðarvöru. Má nefna t.d. undanrennu og hreina jógúrt, þetta eru vörur sem ég hef ekki fundið í sjálfsagt eina 10 daga og ég var farin að sakna alveg heilmikið. Nú var m.a.s. líka til rjómi og gos í dósum - það var bara eins og jólin hafi komið snemma þetta árið. Það versta var að ég var engan veginn tilbúin í svona stórinnkaup og lúxusvarning, þ.a.l. keypti ég bara það allra nauðsynlegasta. En á morgun verður farið og vonandi verður eitthvað eftir af öllu þessu góðgæti :-)

Engin ummæli: