Námið í skólanum hans Rúnars Atla er ekki þetta hefðbundna sem ég þekki, t.d. sér stærðfræðitími, enskutími og þess háttar. Heldur er valið eitthað ákveðið efni og inn í það er öllum þessum fögum blandað. Þetta kallast "cycle" eða hringur. Það sem af er þessu ári hafa verið fimm slíkir hringir, t.d. arkitektúr, framleiðsla, vatn og ferðalög. Þau nota nokkrar vikur í hvert efni og tengja öll önnur fög inn í. Þetta hefur flækst soldið fyrir mér en ég er að ná þessu núna. Mér fannst t.a.m. mjög skrítið að geta ekki fengið að skoða stærðfræðibókina hans, nú eða enskubókina. Það eru engar slíkar bækur.
En alla vega, þá finnst Rúnari mjög gaman að þessum hringjum, og þessi námsaðferð hentar honum greinilega vel. Þegar þau eru með einhvern ákveðinn "hring" þá læra þau mikið um það ákveðna efni. T.d. arkitektúrinn, það var alveg með ólíkindum hvað þau lærðu mikið um það efni.
Þau voru að ljúka við vantshringinn og það var greinilega farið mikið í það hvað takmarkað er af hreinu vatni í heiminum og ekki megi sóa því. Rúnar hefur tekið þessu mjög alvarlega og það hefur haft áhrif á heimilislífið, það er nú ekki hægt að segja annað. Það liggur við að ég sé sökuð um að sóa vatni ef ég voga mér að skrúfa frá krana. Hann virðist nýta sér þetta út í það ýtrasta, t.d. þegar hann á að þvo sér um hendur. Þá tekur slíkur þvottur mjöööög stuttan tíma því hann er að spara vatnið :-) Svo þegar ég sagði honum að hann eigi að fara í bað því hann verði hreinlega að liggja í bleyti til að losa allan skítinn eftir útiveruna. Nei takk. "Sko mamma, að fara í bað eyðir helmingi meira vatni heldur en að fara í sturtu, svo ég fer bara í sturtu."
Um daginn kom hann heim með einhverja bókina sem hann var að vinna í varðandi vatnshringinn og leyfði okkur að lesa. Þar hafði hann skrifað "skammarsögu" um bílaþvott hjá okkur. Á þessum bæ er bílinn þveginn með því að nota vantsslöngu. Þetta finnst Rúnari alveg sérlega slæmt. Það á að nota vatnsfötu og tusku. Ekki vatnsslöngu sem rennur endalaust úr.
sunnudagur, 1. apríl 2012
Sveiflukóngurinn minn
Rúnari finnst alveg ótrúlega gaman í golfi. Hann á það til að æfa sig úti í garði og í gær tók hann sig til, og bauð mér út í garð að horfa á sig - sem ég og gerði. Hann er voða duglegur en þar sem hann átti bara eina golfkúlu þá var þetta nú frekar slöpp æfing. Því hann varð alltaf að hlaupa á eftir kúlunni eftir hvert einasta skot. Stundum gekk illa að finna kúluna en við röltum þá um og enduðum nú alltaf með að sjá skína í eitthvað hvítt :-) Þar til að lokum þegar hún lenti í grænmetisgarðinum, þá týndist hún og æfingu þar með lokið í bili.
Við urðum því að skjótast út í búð í morgun til að kaupa fleiri golfkúlur svo hann gæti haldið æfingum áfram í páskafríinu. Einnig þurfti hann að kaupa sér "brush - tee" og fleiri venjuleg "tee". Ég hef ekki hugmynd hvað þetta tee heitir á íslensku en þessu er stungið ofan í grasið og kúlan sett þar ofan á. Þetta brush tee er eins, nema það eru burstahár sem boltinn stendur ofan á. Þetta á að vera eitthvað voðalega flott en ekki hef ég vit á þessu.
Nú er hann búinn að vera úti í garði að æfa sig í nálægt tvo tíma og er m.a.s. farinn að kenna verðinum að spila golf. Þeir virðast skemmta sér ágætlega yfir þessu saman :-) Ég bara krosslegg bara fingur og vona að engin kúla fari í gluggana með tilheyrandi brothljóðum. En af og til heyri ég mikla skelli þegar kúlan lendir "óvart" í húsinu. Áðan kom hann inn til að tilkynna mér að ein kúlan fór yfir í næsta garð. Vonandi bara að hann slasi ekki einhvern nágrannanna okkar með þessu brölti sínu.
Fyrst er að velja sér rétta kylfu
Svo er að setja kúluna ofan á tee-ið
Svo eru það flottar sveiflur :-)
Við urðum því að skjótast út í búð í morgun til að kaupa fleiri golfkúlur svo hann gæti haldið æfingum áfram í páskafríinu. Einnig þurfti hann að kaupa sér "brush - tee" og fleiri venjuleg "tee". Ég hef ekki hugmynd hvað þetta tee heitir á íslensku en þessu er stungið ofan í grasið og kúlan sett þar ofan á. Þetta brush tee er eins, nema það eru burstahár sem boltinn stendur ofan á. Þetta á að vera eitthvað voðalega flott en ekki hef ég vit á þessu.
Nú er hann búinn að vera úti í garði að æfa sig í nálægt tvo tíma og er m.a.s. farinn að kenna verðinum að spila golf. Þeir virðast skemmta sér ágætlega yfir þessu saman :-) Ég bara krosslegg bara fingur og vona að engin kúla fari í gluggana með tilheyrandi brothljóðum. En af og til heyri ég mikla skelli þegar kúlan lendir "óvart" í húsinu. Áðan kom hann inn til að tilkynna mér að ein kúlan fór yfir í næsta garð. Vonandi bara að hann slasi ekki einhvern nágrannanna okkar með þessu brölti sínu.
Fyrst er að velja sér rétta kylfu
Svo er að setja kúluna ofan á tee-ið
Svo eru það flottar sveiflur :-)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)