Powered By Blogger

föstudagur, 18. nóvember 2011

Matjurtagarðurinn

Jæja þá er komið að því að sýna myndir úr matjurtagarðinum mínum eins og ég lofaði fyrir löngu síðan. Við erum löngu byrjuð að fá kál, eggaldin og agúrkur í hús. Eins hafa komið tveir tómatar og það syttist í gulræturnar. Það er merkilegt hvað allt smakkast betur úr eigin garði heldur en út úr búð :-)
Hér koma myndirnar.
Kálið lítur mjög vel út og smakkast vel. Við settum niður margar tegundir af káli, t.d. kínakál, lettuce, mustard lettuce og eitthvað fleira sem ég man ekki hvað heitir. Það voru bara tvær tegundir sem mér þóttu góðar og gerum við því einhverjar breytingar fyrir næsta sumar.
Ég hlakka mikið til þegar butternutið (veit ekki hvað það heitir á íslensku) verður tilbúið. Þetta er uppáhaldið okkar Villa. Við skerum það í litla bita og bökum í ofni ásamt m.a. kartöflum og gulrótum.
Við settum eggaldin ekki niður og því nokkuð ljóst að þau hafi verið fyrir í garðinum. Sprettan á þeim hefur þó verið mjög góð og ég hef verið að læra að matreiða þau. Ég hef m.a. skorið þau í strimla og sett í ofninn með butternuttinu. Þau eru alveg ágæt en ég geri ekki ráð fyrir að hafa þau næsta sumar.
Svo er það papríkan, hún lítur vel út og fer að styttast í að ég fái hana í hús. Ég þyrfti svo að prufa mig áfram með mismunandi liti. Veltur það ekki allt á þroskastiginu í paprikunni?? Ég held það, en ég er bara enn að læra.
Loks tók ég mynd af lauknum. Hann vex og dafnar vel eins og annað í garðinum.

Ég hef verið að prufa mig áfram með hvað ég vil hafa í garðinum og hvernig ég á að setja það niður. T.d. með kálið, þá settum við of mikið af því niður á sama tíma og því endaði ég á að gefa það flest. Það er nefnilega takmarkað hve miklu við getum torgað af káli á stuttum tíma :-) Ég þarf að dreifa því yfir á lengri tíma því sem ég set niður.

Við tókum til og þrifum garðinn nú í vikunni og kom í ljós að við höfðum meira pláss og settum því niður þrjár nýjar tegundir, blómkál, aðra tegund af káli og svo man ég alls ekki hvað þetta þriðja var :-) Philomone er greinilega mjög hrifinn af kryddjurtum og þau taka mikið pláss í garðinum. Stærðin á beðunum og magnið af hverju er í engu samræmi við það sem við notum þau þannig að við færðum kryddið yfir í minni beð og þá losnaði pláss fyrir grænmeti sem ég nota :-)

Eins settum við niður jarðarber, um 20 stilka, og verða jarðarberin orðin þroskuð og góð um jólin. Það verður frábært að fara út í garð og tína jarðarber til að hafa í eftirrétt á jólunum - bara dásamlegt  :-)

1 ummæli:

Jóhanna sagði...

Girnilegt grænmeti hjá þér elsku mágkona,mar fær bara vatn í munninn :)