Powered By Blogger

fimmtudagur, 14. júlí 2011

Styttist í þetta

Nú eru tvær vikur í brottför og ég segi bara eins og er að ég er komin með smá hnút í magann. Bæði vegna undirbúnings flutninganna og ferðalagsins sjálfs. Enn og aftur er ég að pakka niður, það eru ekki nema átta mánuðir síðan ég pakkaði síðast niður og ég er alveg komin með upp í kok af þessu. Við Villi flytjum nú "létt", það eru örfáir kassar sem fara vegna okkar, ætli þeir verði ekki fjórir. En það er sonurinn, það er ekki hægt að segja að hann flytji "létt" eins of foreldrarnir. Í þessum töluðum orðum er stofan undirlögð undir Playmo því það þarf að sjálfsögðu að sortera allt áður en því verður pakkað. Ég er nú að vona að ég klári þennan pakka í dag og geti þá fljótlega skellt mér í Legóið - það verður sko ekki minna mál en Playmóið.

Um leið og ég er að pakka þá er ég að reyna að ganga þannig frá íbúðinni að Dagmar geti flutt inn. Hún kemur náttúrulega með sína búslóð og því þarf að gera pláss fyrir hana. Þannig að nú er bara verið að henda og verða sjálfsagt farnar nokkrar ferðir á Sorpu.

Svo er það ferðalagið sjálft. Þar sem við eigum bíl í Namibíu munum við keyra þaðan yfir til Malawi. Við höfðum alltaf gert ráð fyrir að keyra: Namibía, Botswana, Zimbabwe, Mosambík og loks Malawi. En svo var Villa bent á aðra leið, þ.e. að fara í gegnum Zambíu og sú leið virðist töluvert styttri. Þannig að við ákváðum að fara frekar þá leið.

Við erum ansi róleg hvað gistingu á leiðinni varðar og höfum ekki enn pantað gistingu. Við eigum nefnilega eftir að ákveða nákvæmlega hvernig við ætlum að gera þetta, þ.e hvað ætlum við að keyra mikið á dag og þess háttar. En það hlýtur að fara að koma, kannski ekki seinna vænna :-)

- Posted using BlogPress from my iPad

föstudagur, 8. júlí 2011

Tinna Rut og Justin

Þetta er ein af örfáum myndum sem ég tók þegar ég var hjá Tinnu Rut. Gæðin eru nú ekkert sérstaklega mikil en það verður að hafa það.

Nett áfall

Eins og ég hef bloggað um áður, þá fékk ég iPad2 (hér eftir kallaður paddi) í afmælisgjöf. Þetta er algjör dúndurgræja og ég er svo ánægð með hana. Þegar við fórum til Svíþjóðar og Danmerkur í júní tók ég sjálfsögðu þetta töfratæki með mér. Stundum báðu krakkarnir um leyfi til leika sér á paddanum og ég af minni alkunnu góðmennsku veitti þeim náðarsamlegast leyfi. Þar sem ég átti ekki hulstur utan um paddann var ég mjög meðvituð um rispa ekki gripinn. Því varð alltaf vera til taks viskastykki eða einhver mjúk tuska til leggja á borðið undir paddann. Krakkarnir voru með þetta alveg á hreinu og pössuðu mjög vel upp á gripinn.

Svo leið mín til Prince George til hennar Tinnu minnar og sjálfsögðu tók ég paddann með. Þar keypti ég hulstur um gripinn og gat því andað aðeins léttara hvað rispur varðar. Eins og ég hef áður bloggað um átti ég yndislegan tíma hjá henni dóttur minni.

Ferðalagið heim gekk vel, var doldið langt en ókey, ég lenti á Íslandi um miðnætti og var mjög spennt hitta strákana mína aftur. Ég er nýbyrjuð taka fullan toll þegar ég lendi hérna heimanúna í sumar frá Svíþjóð var í fyrsta sinn J Ég sem sagt keypti mínar vínflöskur sem leyfilegar eru og m.a.s. sígarettur (fyrir einvherja ónefnda) J Taskan mín kom fljótlega út og ég var tilbúin hitta gæjana mína sem biðu mín. Annar þeirra var reyndar hálfsofandi bíða eftir mér en það dró ekki úr spenningnum hjá mér hitta þá.

var ég tilbúin ganga í gegn og hitta strákana, kemur þá ekki einn tollari og vill endilega tala við mig og skoða varninginn minn. Hann bað mig voða kurteislega hvort ég vildi ekki koma og leyfa sér skoða í töskurnar mínar. Ég hélt það ekki málið. Hann byrjar skoða tollinn minn og þar var allt í lagi (glætan ég myndi þora taka meiri toll en ég taka með mér inn í landið) J Svo biður hann mig setja töskurnar í gegnum skannanekki málið. vill hann skoða í handtöskuna mína og það var minnsta mál. Þar var ég með paddann og poddann, reyndar tvo því ég var með minn og Tinnu; ásamt einhverju öðru smálegu. Tollarinn reyndar fattaði ekki ég var með padda en ég vissi það ekki fyrr en síðar.

Svo vill hann skoða í stóru ferðatöskuna því hann hafði séð í skannanum ég væri með einhver rafmagnstæki þar. Ég kveikti ekki alveg á hvaða raftæki það væru en hann mátti sko alveg fara í gegnum óhreina þvottinn minn. Svo fattaði ég ég var með gömlu fartölvuna hennar Tinnu (hún virkar ekki eins og hún á gera og því tók ég hana til Íslands). Hann var fljótur sjá þessi fartölva var forngripur og opnaði hana ekki einu sinni. Svo hann þráðlausa lyklaborðið mitt sem ég fékk með paddanum. Ég geymi lyklaborðið enn í kassanum svo það rispist ekki. Tollarinn minn spurði mig hve mikið þetta hefði kostað??? Ha!!!! Hvað meinar maðurinn? Ég sagði honum sem var ég hefði fengið þetta í afmælisgjöf og þetta væri lyklaborð við paddann minn. “Ha, ertu með iPad með þér??? Spyr hann mig . Ég hélt það , hann væri í handtöskunni minni. Hann rýkur beint í handtöskuna mína aftur (munið, hann var búinn skoða allt sem ég hafði í henni). Þar fann hann paddann minn og spyr mig hvar ég keypti hann. Ég sagði honum eins og var maðurinn minn hafi gefið mér hann í afmælisgjöf. “ en ertu með kvittunina fyrir hann???” Nei svaraði ég því þetta var afmælisgjöf og ég hafði ekki fengið kvittun með gjöfinni. Hann segist þá þurfa taka paddann og ég geti komið á morgun með kvittunina til sanna hann keyptur á Íslandi.

Ég bara missti málið og fór næstum gráta. Ætlar maðurin virkilega taka paddann af mér??? hann sagðist verða gera það, þetta væri vinnan hans. En ég benti honum á hann hafði ekki einu sinni séð paddann þegar hann skoðaði í handtöskuna mína, heldur hafði ég sagt honum frá honum. hann viðurkenndi það, en það breytti svo sem engu, ég þyrfti sanna það hann hefði verið keyptur á Íslandi. Svo kom þarna einhver yfirmaður og útbjó eitthvert málanúmer á mig og paddann minn. Ég ligg hálfgrátandi fram á borðið hjá manninum og segist bara ekki trúa því hann ætli taka hann af mér. En ef hann geri það þá er sko eins gott hann fari vel með gripinn og það komi ekki EIN rispa á hann. Hann fann greinilega afskaplega til með mér en sagðist bara vera vinna vinnuna sína. Saman fórum við í gegnum paddann til reyna finna einhverja dagsetningu um það hvenær ég byrjaði nota hann svo ég gæti sannað hann væri keyptur á Íslandi, en við fundum ekkert.

Paddinn minn var núna kominn með eitthvað málanúmer og við bæði komin í tölvuna hjá tollinum og ég með grátstafinn í kverkunum. Þá allt í einu fær frúin hugljómun: “bíddu við…. ef þú leyfir manninum mínum komast inn í heimabankann sinn í tölvunni þinni þá getur hann sýnt þér paddinn var keypur á Íslandi”. Tollaranum leyst mjög vel á þetta og við rukum fram til sækja Villa, og þennan sofandi. Innan við 2 mínútum síðar gátum við sýnt þeim paddinn var sko víst keyptur á Íslandi og ég fékk fara með hann heim. Mig grunar að manninum hafi verið létt þegar hann horfði á eftir þessari erfiðu konu með paddann sinn ganga út úr flugstöðinni :-)

Tollarinn sagði mér þegar fólk væri ferðast með svona dýran grip, þá yrðu þau hafa kvittunina með. Kæru lesendur, hvaða líkur haldið þið séu á því ég fari aftur í flugvél án þess hafa kvittunina með mér???

Þetta er í fyrsta sinn sem ég er stoppuð í tollinum og að lenda í þessu með paddann minn olli því bara að ég fékk nett áfall og ég hef bara ekki getað bloggað um þetta fyrr :-)