miðvikudagur, 22. desember 2010
Hundaheppni
sunnudagur, 19. desember 2010
&7%&$#"$ flug
fimmtudagur, 16. desember 2010
Bara gaman
þriðjudagur, 14. desember 2010
Spenningur
Stór dagur
Mjög forvitnilegt
mánudagur, 13. desember 2010
Allt er þegar þrennt er – og fullreynt í fjórða
Eins og okkur Rúnari Atla finnst nú frábært að vera komin til Íslands, þá er einn og einn hlutur sem angrar okkur (mig) aðeins. Þegar við vorum nýkomin heim og frúin ætlaði í sturtu til að skola af sér ferðarykinu, þá bara kom ekkert vatn úr sturtunni. Sama hvað ég reyndi þá gekk ekkert, svo var ég að flýta mér til Dagmarar í mat þannig að ég lét þetta eiga sig í bili. Aftur reyndi ég daginn eftir en enn gekk ekkert. En nú gekk ekki lengur að sætta sig við vatnsleysi – það var bara ekki séns að frúin færi út án þess að sturtast J
Þannig að nú var brugðið á það ráð að tala við Reddarann (Davíð mág) og þá kom í ljós að það þurfti að skrúfa fyrir vatnið þar sem það lak alltaf með blöndunartækjunum. Okey, búið að redda því og frúin komst í sturtu. En það var ekki fyrr en ég stóð í sturtunni að ég fattaði að það var ekkert sturtuhengi svo allt varð rennandi inni á baði. Einhverra hluta vegna hafði stöngin sem hélt uppi sturtuhenginu dottið niður einhvern tímann og ég get ekki sett hana upp aftur. Það þarf eitthvað að sansa þetta til.
Villi mun hafa nóg að gera þegar hann loksins drattast til landsins, það er á hreinu.
Þetta er sko ekki búið J Þegar ég keyrði bílinn í fyrradag var eitthvað aukahljóð hjá framdekkinu bílstjóramegin. Hljóðið angraði mig þar sem ég vissi ekki hvað þetta var. Þegar við Rúnar fórum svo í bæinn í morgun hafði hljóðið magnast um allan helming og mér leist nú bara ekki á blikuna. Ég hélt satt að segja að bíllinn væri að hrynja undan okkur mæðginum. Ég sendi þessum vel gifta sms og kvartaði mikið undan bílnum. Hann sendir mér til baka heimilisfang á einhverju bílaverkstæði í Kópavogi og segir mér að kíkja þangað. Ég bruna beint á verkstæðið og spyr gaurinn hvort það sé nokkur séns að hann geti kíkt undir bílinn þar sem ég haldi að hann sé að hrynja undan mér. Kom þá í ljós að demparinn bílstjóramegin er brotinn – takk fyrir. Sem betur fer gat hann strax reddað dempara og tók bílinn inn og ég fæ hann aftur á morgun.
Svo eigum við hjónin svo yndislega vini að það fyrsta sem einum þeirra datt í hug var hvort ég skyldi ekki örugglega þessi skilaboð??? Sem sagt bílstjórinn (hún ég) bara aðeins og þung fyrst að demparinn brotnar undan mér J
Gaman að þessu. En eins og máltækið segir, "þá er allt þegar þrennt er” – en svo er nefnilega annað máltæki sem segir “fullreynt í fjórða”. En ég hef fingur krosslagða um að ekkert annað komi upp, alla vega ekki áður en Villi kemur heim. Hann getur staðið í þessu veseni J
Tannlæknir
Það fækkar tönnunum í Rúnari Atla hægt en rólega. Hann hefur misst tvær framtennur í neðrigóm og það var ekkert mál, þær duttu bara sjálfar þegar allt var tilbúið. En nú hefur hann, í um tvo mánuði, haft eina laflausa framtönn í efri góm. Hann jagast í tönninni alla daga og hún orðin laflaus en ekki datt hún. Hann var orðinn rauður og þrútinn í tannholdinu hjá tönninni og kveinkaði sér þegar ég burstaði tennurnar. Því reyndist nauðalendingin sú að kíkja til tannlæknis sem við og gerðum í morgun.
Hann var strax byrjaður um kl. 10 í morgun að bíða hvenær við færum nú til hennar Sonju Rutar (tannlæknirinn). Hann hlakkaði svo til að hitta hana, loksins um hádegið fórum við. Þegar við komum inn á tannlæknastofuna sagði hann “oh mamma, ég elska þessa tannlæknalykt”. Barnið er ekki alveg okey – sækir þetta örugglega í föðurættina J
En tönnin er loksins farin og nú lítur gæinn svona út