Powered By Blogger

fimmtudagur, 5. mars 2009

Þetta gerist ekki betra

Hann sonur minn getur verið alveg yndislegur - svona inn á milli :-)

Í dag var ég inni eldhúsi og hann er hlaupandi fram og til baka á fullu. Svo allt í einu stoppar hann og segir við mig "mamma, ég elska þig sannarlega mikið". 


Mér finnst sólin góð!!

Ákvað að blogga um elsku sólina og sjá hvort það hafi áhrif á veðrið :-) Heyrði reyndar í útvarpinu í morgun langtímaveðurspá fyrir Windhoek og það á að rigna fram á þriðjudag í næstu viku, þann dag á að vera þurrt - jahúúúuu. 

Svo er bara spennandi hvað gerist eftir það.