Powered By Blogger

mánudagur, 22. ágúst 2011

Snilld

Eins og Villi hefur bloggað um þá slasaði Rúnar Atli sig um daginn með þeim afleiðingum að brjóta upp úr tveimur framtönnum (báðar fullorðinstennur) og önnur þeirra losnaði. Þessi lausa virðist vera að festa sig aftur og ég fer svo með hann til tannsa aftur á fimmtudaginn og þá bara vona ég að tönnin verði orðin pikkföst.

Þetta gerðist á föstudaginn. Á laugardaginn fór gæinn út að leika sér í fótbolta og kom svo til mín og sagði að það hefði komið smá slys og ég mætti ekki verða brjáluð. Ég varð að fara út með honum svo hann gæti sýnt mér. Kom þá í ljós að boltinn hafði óvart farið í eina rúðu og brotið hana.

Ég velti svo fyrir mér hvort hann kæmist í gegnum sunnudaginn án einhvers atviks - og sem betur fer þá gekk það nú eftir. Hann komst í rúmið í gærkveldi án þess að brjóta eitthvað eða slasa sig. Svo var komið að mánudegi; eftir skóla fór hann út að leika og kom svo haltrandi inn og alveg að drepast í fætinum. Eðlilega spurði ég hvað hefði eiginlega komið fyrir. Jú sko hann sparkaði í eitt tré. Þegar ég forvitnaðist um hvers vegna í ósköpunum hann væri að sparka í tré. Þá vildi hann bara athuga hvort hann gæti sparkað svo fast að eitthvað myndi detta niður úr trénu.

Þessi snilld hlýtur að koma úr föðurættinni :-)

2 ummæli:

Jóhanna sagði...

bwaahahhaaaaa......

Villi sagði...

Maður verður jú að prófa sig áfram í lífinu.