Powered By Blogger

fimmtudagur, 18. ágúst 2011

Lilongwe

Við höfum verið ansi dugleg við að taka upp úr kössum og koma dótinu okkar fyrir. Það fer m.a.s. að styttast í að við setjum myndir upp á veggi og þá verður þetta allt komið. Húsið er að verða að heimlinu okkar og það er yndisleg tilfinning.

Villi byrjaður að vinna og Rúnar í skólanum. Þannig að lífið er að komast í fastar skorður og bráðum kemst ég af stað með saumaskapinn.

Rúnari líst vel á skólann sinn og er ánægður með kennarann. Það var reyndar frí bæði í gær og dag í skólanum. Í júlí urðu uppþot hérna í Malawi þar sem á bilinu 15 - 19 manns létu lífið (áreiðanlegar tölur eitthvað á reiki) og það var búið að boða til nýrra mótmæla í gær og dag. Þannig að skólinn tók þá ákvörðun að hafa bara lokað, eins voru mörg fyrirtæki lokuð í gær. En á síðustu stundu var mótmælunum frestað en þrátt fyrir það var bærinn víst svo til mannlaus í gær fyrir utan löggur á rölti og eftirliti. En í dag er allt komið í samt lag aftur, nema krakkarnir í skólanum fá annan frídag og veit ég að Rúnar er ekkert ósáttur :-)

Nú þarf ég að fara að huga að garðyrkjunni því hér er vor og þá sjálfsagt rétti tíminn til að huga að slíku. Það hlýtur að vera sama hvort maður sé á suður- eða norður hvelinu, vorið hlýtur að vera tíminn til að setja niður. Philomone, garðyrkjumaðurinn, er að undirbúa beðin fyrir mig, hann er búinn að róta upp moldinni og þrífa allt. Þannig að nú virðist allt til reiðu. Ég hlakka til að koma einhverju niður, en ég hef ekki ákveðið hvað ég ætla að rækta. Mér datt í hug tómatar, gulrætur, og rabbabari. Eins einhverjar kryddjurtir. Þetta verður spennandi.

Ég losna ekki við moskítóflugurnar - þær éta mig lifandi þessar elskur. Ég byrja alla morgna á því að kveikja á coils og set út um allt hús, eins spreyja ég eitri á mig en ekkert virkar. Spurning hvort ég drepi mig bara ekki á þessu eitri - í stað þess að losna við moskítóflugurnar :-)

1 ummæli:

Jóhannan sagði...

Það væri nú soldið gaman að sjá myndir af húsinu og svæðinu í kring og þannig og auðvitað af matjurta garðinum þínum. Svona þegar þú hefur ekkert annað að gera en að blogga ;)