Ég greinilega vakti hennar athygli líka því gellan fór að veifa mér til að stoppa og tala við sig. Þegar ég áttaði mig á því að þetta var "vinnandi kona" spólaði ég í burtu og skildi greyið eftir í reyk. Ég sá mig ekki alveg fyrir mér fara að prútta um verð :-)
þriðjudagur, 29. júní 2010
Vinnandi konur
Ég var á leiðinni heim af fundi eitt kvöldið fyrir nokkru. Klukkan að verða átta og því orðið þokkalega dimmt úti. Ég keyri sem leið liggur í gegnum miðbæinn. Það var lítil umferð og ég er eitthvað að spá voða mikið í umhverfið. Sé þá unga konu ganga upp götuna sem ég var við. Hún vakti athygli hjá mér fyrir klæðnaðinn. Var í háhælaskóm og í ansi stuttu pilsi og níðþröngum toppi. Umhyggjan í minni fór á fullt og ég velti fyrir mér hvort konu greyinu væri ekki ískalt.
Það er bara það
Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt. Mér finnst ég vera nýbúin að blogga en sé að það er kominn einn og hálfur mánuður síðan.
Það er svo sem ekkert mikið að frétta af okkur. Allir gestir löngu farnir og það er bara rólegt í kotinu.
Ég er farin að telja niður dagana þangað til ég skila inn meistararitgerðinni minni, reiknast til að í dag séu 37 dagar þangað til. Ég held ég muni alveg ná þessu. Aðferðafræðin og theorían er komin og á morgun mun ég byrja að vinna úr viðtölunum. Það er það skemmtilega við svona rannsóknir. Ég er ótrúlega heppin að vera með aðstoðarmanneskju sem sér um að afrita viðtölin fyrir mig því það fer svakaleg vinna og tími í slíkt. Ég hef á meðan bara getað einbeitt mér að öðrum köflum í meistarasmíðinni :-)
Tinna spurði mig svo í dag hvað ég ætlaði eiginlega að taka mér fyrir hendur þegar ég verð búin með ritgerðina. Því var fljótsvarað - SAUMA, ekki spurning. Hlakka mikið til.
Annars er ég líka á fullu í makaklúbbnum. Núna 23. júlí ætlum við að halda svakafjáröflun, verðum með gala dinner á Hótel Safari takk fyrir. En þetta krefst náttúrulega mikils undirbúnings og vinnu. Ég reyni að púsla dagana mína þannig að ekkert skarist. Því svo er ég líka í undirbúningsnefnd fyrir stofnun Soroptomistaklúbbs í Windhoek og þar þarf að funda reglulega :-) Svo er ég líka í skólastjórn eins skólans hér í borg, þar er reyndar ekki fundað eins stíft og í öðrum nefndum sem ég er í. En það verður kynningardagur daginn eftir gala dinnerinn þannig að það er eins gott að ég verði ekki lengi að skemmta mér það kvöldið :-) Það gengur ekki að vera þreytt að hitta foreldra í skólanum.
En sem sagt, þá hef ég bara nóg að gera og finnst það alveg meiri háttar.
Tinnan mín hefur verið á fullu að vinna fyrir mig undanfarna daga (afrita viðtölin). Það er varla að hún komist út úr húsi :-) En hún er nú að fara að heiman um helgina. Ein vinkona hennar er að halda upp á 18 ára afmælið sitt og hátíðarhöldin verða alla helgina hérna rétt fyrir utan borgina.
Rúnar er bara eins og alltaf. Kátur og hress. Hann bíður núna spenntur eftir að fá playmo dót. Hann hefur verið að safna Safari dýrum, og bíður núna eftir einum stórum pakka.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)