Powered By Blogger

þriðjudagur, 11. maí 2010

Hitt og þetta í upphafi vetrar

Þá er ég búin að skila inn síðasta verkefninu mínu í síðasta háskólaáfanganum mínum - ever og get farið að einbeita mér að rannsókninni minni. Ég ætla að vera rosa dugleg og skila henni inn í byrjun ágúst n.k. Bjartsýnin ríður húsum hér í borg :-)

Dagmar lagði af stað til okkar á sunnudagskvöld en er ekki komin lengra en til London. Hún þurfti að taka rútu til Akureyrar og var komin þangað í morgunsárið á mánudag. En svo var fluginu hennar til London frestað í marga klukkutíma og ekki bara það heldur var flogið til Glasgow en ekki London. Þetta þýddi náttúrulega að allt tengiflug riðlaðist og hún ákvað að ferðast án ferðatösku svo taskan væri ekki ekki að tefja hana (að þurfa að sækja hana og tékka hana aftur inn í næsta flug). Villi eyddi gærdeginum í að púsla flug fyrir hana áfram og var í stöðugu sambandi við British Airways og Lufthansa en allt kom fyrir ekki og þegar Dagmar loksins lenti í London í gær þá fékk hún ekki að fara með öðru flugi - Lufthans vildi ekki breyta miðanum hennar. Varð hún því strandaglópur á Heathrow.

En það vill svo skemmtilega til :-) að hann Villi minn á voðalega góða vinkonu hérna í borginni sem starfar á ferðaskrifstofu og hún er að redda þessu öllu fyrir okkur. Hún fór m.a.s. á skrifstofuna sína í gærkveldi fyrir Villa til að reyna að fá annað flug fyrir Dagmar. En þetta virðist vera komið í lag núna og við vonum svo bara að frumburðurinn komist heim á morgun.

Það er heldur betur farið að kólna núna og greinilegt að veturinn er á næsta leyti, brrr. Nú þarf að finna ofna og koma þeim út um allt hús. En það er verst að hitinn helst eiginlega ekki inni í húsinu því það eru stórar rifur á milli allra glugga og hurða :-) Gaman að þessu.

sunnudagur, 2. maí 2010

Vídeókvöld fjölskyldunnar

Um helgar tökum við okkur til, fjölskyldan, og horfum saman á DVD. Við höfum þetta þannig að hvert okkar velur ca tvær myndir og svo er valið úr þeim. Í kvöld, varð úr að horfa á Jungle Book og sú mynd er alltaf jafn góð.

Svo setti ég Bó og Sinfónúhljómsveitina í og þá bara hurfu feðgarnir. Er núna komin á lag nr 12 og ekkert sést enn til feðganna. :-)