Í dag er Mæðradagurinn hér í Malawi og því frí í skólanum. Rúnari fannst nú ekki slæmt að fá langa helgi :-)
Villi er á ferðalagi og þegar hann er ekki heima þá er reglan sú að Rúnar fær að kúra hjá mér - alveg yndislegt. Í gærkveldi þegar við erum alveg að sofna þá fer hann að nudda bakið á mér og segir svo við mig "mamma, ef það væri mæðradagur í dag þá mundi ég nudda bakið þitt í heilan klukkutíma. En það er ekki mæðradagur svo ég ætla ekki að gera það." - Það er nefnilega það :-)
Hann hafði föndrað kort fyrir mig í skólanum í síðustu viku svona í tilefni dagsins og í morgun færði hann mér það. Þetta eru hendur klipptar út og þegar kortið er svo brotið saman myndast hjarta í miðjunni - mjög flott. Svo hafði hann skrifað á það hamingjuóskir í tilefni mæðradagsins og inn í kortið skrifað hann að ég væri besta mamma í heiminum og ætlaði að tilgreina 10 ástæður fyrir því. Hann útbjó sem sagt 10 línur til að fylla svo út. Heyrið þið, hann gat bara fundið upp fimm ástæður svo hann strikaði bara út síðustu fimm línurnar :-)
mánudagur, 15. október 2012
sunnudagur, 14. október 2012
Bara yndislegt
Um daginn var verið að kjósa bekkjarfulltrúa í skólanum hjá Rúnari. Ég veit nú satt að segja ekki alveg hvað þessir bekkjarfulltrúar gera, en... Þeir nemendur sem vildu fara í framboð urðu að semja framboðsræður og lesa þær upp fyrir bekkinn sinn. Rúnar tók þessu mjög alvarlega og sat heilan eftirmiðdag við það að semja sína framboðsræðu - því hann vildi sko verða kosinn. Hann samdi fína ræðu sem hann svo las fyrir sinn bekk.
Eftir að hafa hlustað á allar ræðurnar fóru svo kosningarnar fram. Þegar til kom, kaus hann ekki sjálfan sig og ástæðan - jú honum leist betur á ræðu sem ein bekkjarsystir hans hélt. Ræðan hennar var víst lengri en hans ræða og eitthvað aðeins betri fannst honum. Þannig að ekki gat hann kosið sjálfan sig :-) Mér finnst þetta alveg yndislegt.
Í tveimur efstu sætunum voru stelpur og sú sem hann kaus vann. Rúnar kom svo þriðji og hann var bara nokkuð ánægður með sig :-)
Eftir að hafa hlustað á allar ræðurnar fóru svo kosningarnar fram. Þegar til kom, kaus hann ekki sjálfan sig og ástæðan - jú honum leist betur á ræðu sem ein bekkjarsystir hans hélt. Ræðan hennar var víst lengri en hans ræða og eitthvað aðeins betri fannst honum. Þannig að ekki gat hann kosið sjálfan sig :-) Mér finnst þetta alveg yndislegt.
Í tveimur efstu sætunum voru stelpur og sú sem hann kaus vann. Rúnar kom svo þriðji og hann var bara nokkuð ánægður með sig :-)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)