Powered By Blogger

miðvikudagur, 13. júní 2012

Karate

Um síðustu helgi var haldið beltapróf í karate og það er alltaf jafn spennandi og skemmtilegt :-) Rúnar náði gula beltinu og var mjög ánægður. Ég fann enga góða mynda af honum með það belti, en hér eru nokkrar sem teknar voru á prófdaginn.

 Allir sestir niður og bíða spenntir eftir að byrja.

 Það er að sjálfsögðu byrjað á upphitun. Það væri nú gaman að geta þetta :-)

Hér eru svo vinirnir, Tadiwa frá Zimbabwe, Rúnar frá Íslandi og Malko frá Frakklandi. Þetta er alþjóðlegt lið enda í alþjóðaskóla :-)

sunnudagur, 10. júní 2012

Útsaumur

Um daginn kláraði ég útsaumsmyndina mína og fór með hana í innrömmun. Ég naut þess virkilega að sauma þessa mynd og er mjög ánægð með útkomuna. Ég hef oft átt í erfiðleikum með að velja ramma því þó mér finnist ramminn fallegur þegar ég er að velja þá er ekki þar með sagt að hann njóti sín utan um myndina. Mér finnst þetta alltaf voðalegt happa og glappa. En útkoman með þessa blómamynd er fín og litirnir njóta sín vel. Þetta sést betur ef þið veljið myndina og klikkið á hana.

Nú er ég á fullu að skoða munstur og ákveða hvað ég ætla að gera næst. Ég er reyndar með ákveðnar hugmyndir að nokkrum útsaumsmyndum og bíð spennt eftir að komast til Íslands til að kaupa efni í þær.