Powered By Blogger

mánudagur, 23. febrúar 2009

Mér finnst rigningin góð!!

Það hefur rignt alveg ótrúlega hérna undanfarnar vikur og stundum verður manni bara ekki um og ó. Þrumurnar og eldingarnar eru alveg meiriháttar og úrhellið sem fylgir er frábært. 

Þegar rignir svona mikið þá verða sumar göturnar erfiðar yfirferðar og m.a.s. lokar Nelson Mandela oft þegar þannig stendur á. Ég þrusa dæjanum mínum í gegnum þetta allt saman og Rúnar finnst það alveg "stórkostlegt" svo ég noti hans eigin orð. Í dag kom svo í ljós að númeraplatan að framan af kagganum mínum er horfin og hefur sennilega dottið af í einhverri ferðinni í gegnum vatnselginn :-) Ég verð greinilega að fara varlegar með elsku bílinn minn.

Læt tvær myndir fylgja með sem teknar eru af pallinum hérna en þær ná samt ekki alveg að sýna úrhellið. 

Lego æði

Nú er Rúnar Atli gjörsamlega dottinn í Lego-ið. Honum finnst alveg æði að sitja og búa til bíla, gröfur, nú eða þyrlur. Það er góð leikfangabúð hérna í borginni sem selur Lego og þangað vill Rúnar fara reglulega og helst annan hvern dag. Við förum nú ekki alveg svona oft með hann þangað en Tinnu Rut finnst við þó fara alveg nógu oft með hann. 

Um hverja helgi spyr hann hvort við þurfum ekki að fara í Sam hobby´s - stundum gefum við eftir og skreppum og skoðum og jú jú oft kaupum við eitthvað Lego. Hérna var hann nýbúinn að fá þyrluna sína. Hann var svo ánægður því hann var lengi búinn að sverma fyrir henni, okkur hefur fundist hún vera of stór en svo kom stóri dagurinn og hann fékk að kaupa hana. Það eru mörg hundruð kubbar, pínulitlir og "skemmtilegir" í kassanum. Það tók hann um hálfan dag að setja þyrluna saman og um leið og hann var búinn vildi hann taka hana í sundur til að byrja aftur. Foreldrarnir voru nú ekki tilbúnir í það fyrr en daginn eftir. Því þó hann setur dótið saman þá þurfum við að taka það í sundur.








mánudagur, 16. febrúar 2009

Einn þreyttur

Eitt kvöldið í síðustu viku ætluðum við út að borða á Joe´s Beerhouse með fullt af fólki. Rúnar var voða spenntur því eins og hann segir sjálfur þá elskar hann Joe´s. Hann fékk að horfa á Latabæ þangað til tími var kominn til að fara. Svo sirka 15 mín fyrir brottför förum við að tékka á gæjanum og þá blasti þessi sjón við okkur. Hann var steinstofnaður á grjónapungnum og klukkan ekki orðin 18.30. Við Villi sáum okkur leik á borði að komast út án hans og Tinna var sett í það að passa. Það fyrsta sem hann sagði daginn eftir var: "en við gleymdum að fara á Joe´s"


þriðjudagur, 3. febrúar 2009

Síðbúin afmælisgjöf

Þessi vel gifti kom heim færandi hendi um daginn. Haldið þið ekki að hann hafi fært mér þessa flottu digital myndavél í síðbúna afmælisgjöf :-) En eins og þeir sem vel til þekkja vita þá á ég afmæli að vori. En það var voða gaman að fá pakka og myndavélin er rosalega flott - bleik - geggjuð.

Ég er að æfa mig á hana þessa dagana og fer svo að drita inn myndum :-)