Þegar rignir svona mikið þá verða sumar göturnar erfiðar yfirferðar og m.a.s. lokar Nelson Mandela oft þegar þannig stendur á. Ég þrusa dæjanum mínum í gegnum þetta allt saman og Rúnar finnst það alveg "stórkostlegt" svo ég noti hans eigin orð. Í dag kom svo í ljós að númeraplatan að framan af kagganum mínum er horfin og hefur sennilega dottið af í einhverri ferðinni í gegnum vatnselginn :-) Ég verð greinilega að fara varlegar með elsku bílinn minn.
Læt tvær myndir fylgja með sem teknar eru af pallinum hérna en þær ná samt ekki alveg að sýna úrhellið.