Það er eins gott að ég bý yfir mikilli þolinmæði eins og þeir sem mig þekkja vita mætavel :-)
þriðjudagur, 25. janúar 2011
Kemur allt með kalda vatninu
Jæja þá er ég loksins komin með nettengingu, sjónvarp og heimasíma. Það eru örugglega fimm vikur síðan við Villi sóttum um að fá tengingu hérna inn og það tekur bara svona svaaaakalega langan tíma. Svo hætti heimasíminn að virka fyrir rúmri viku - þannig að það var bara allt í rugli. En loksins í dag kom tæknigaurinn og setti allt upp og lagaði heimasímann :-)
fimmtudagur, 20. janúar 2011
Nýtt ár og ný bloggfærsla
Ég hef verið alveg arfaslök við að blogga frá áramótum, er svo sem ekkert vön því að fylla plássið mitt á netinu af bloggfærslum, en samt... :-)
Það gengur bara ágætlega hjá okkur Rúnari að vera saman á Íslandi. Hann er mjög ánægður í Fellaskóla en kvartar yfir því að þurfa að klæðast öllum þessum fötum til að fara út í frímínútur. Eins er hann ánægður í Vinafelli (frístundaheimilinu). Þetta eru langir dagar hjá honum og það er smá viðbrigði fyrir hann. Á morgnana förum við að heiman kl. 8 og tvo daga í viku kemur hann heim kl. 18. Hann ákvað nefnilega að fara að æfa karate og hann æfir þrisvar í viku, tvo virka daga og svo á laugardögum.
Hann var að fá búninginn í dag. Á myndina vantar beltið þar sem við höfum ekki lært að binda það. En hann tekur sig bara vel út.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)