Powered By Blogger

sunnudagur, 11. september 2011

Hænuungarnir mínir

Jæja þá hef ég loksins náð að taka myndir af hænuungunum mínum. Þeir eru algjör krútt og hafa stækkað sjálfsagt um helming síðan ég fékk þá.

Eftir ca sex vikur þurfa þeir að komast í hænsnahús og Villi ætlar að smíða það fyrir mig. Hann er byrjaður að undirbúa smíðina og er að dunda sér við að skoða hænsnakofa héðan og þaðan og ég geri ráð fyrir að ungarnir mínir fái flott hús :-)


Eins og ég sagði frá um daginn, keypti ég 15 unga og sem betur fer dó enginn þeirra. Nú er bara að vona að sem flestir unganna séu hænur. Ég skoðaði þá soldið vel í morgun og gat ekki betur séð en að sjö þeirra séu með sterka rauða rönd ofan á höfðinu - og mér datt í hug að þetta sé byrjun á hanakambi. Ekki alveg það sem ég óskaði mér og þar sem ég er algjör byrjandi í hænsnastússi þá veit ég svo sem ekkert hvort þessi rönd sé byrjun á hanakambi eða ekki. Þannig að ég krosslegg fingur :-)

1 ummæli:

davíð sagði...

Mér sýnist að þið þurfið að skipta á Æsufellinu og einhverju sveitabýli t.d. í Raufarhafnarsveit.