Powered By Blogger

fimmtudagur, 16. júlí 2009

Rökræðusnilld

Hann sonur minn á það til að vera ansi latur að gera hlutina sjálfur, svona eins og að klæða sig á morgnana eða hátta sig á kvöldin. Honum finnst voðalega gott að láta foreldra sína bara sjá um þetta. Mamman var eitthvað að flýta sér eitt kvöldið og bað hann nú að byrja að hátta sig sjálfur. Þetta var stutt samtal því ég varð bara kjaftstopp og vissi ekki í fljótu bragði hvernig ég átti að svara þessu.

Mamman: Rúnar minn þú ert orðinn svo stór strákur að þú átt að hátta þig sjálfur, þeir sem eru að verða fimm ára eiga að gera þetta sjálfir.

Rúnar Atli: Hvernig veistu það?