Powered By Blogger

laugardagur, 16. febrúar 2008

móttaka, sýning, 4 - 0 fyrir Arsenal

Í gærmorgun fórum við Villi að State House (forsetahúsið) í boði forseta Namibíu. Það er árlegur viðburður að forsetinn býður öllum diplómötum í móttöku skömmu eftir áramót til að bjóða öllum gleðilegs nýs árs. Þetta var rosalega formlegt og flott. Bílstjórinn af skrifstofunni hans Villa keyrði okkur eins og vanalega í svona móttökur. Þegar hann er að renna bílnum upp að hliðinu þá standa þar lífverðir og heilsa að hermannasið. Þeir standa þannig þangað til bíllinn er alveg stopp og þá opna þeir bílhurðarnar fyrir okkur Villa. Svo er annar heilsandi-vörður þegar við göngum upp tröppurnar.

Svo eru tvö eða þrjú security tékk á leiðinni, þar sem við þurfum að segja frá hvaða landi við erum. Svo loksins komust við upp á grasflötina þar sem móttakan er. Þá er okkur vísað á okkar stað í röðinni og þar urðu allir að bíða þar til forsetinn kom. Það voru tvær raðir, önnur fyrir diplómata og maka þeirra og hin fyrir ráðherra og yfirmenn opinberra stofnana í Namibíu. Svo loksins er allt tilbúið og þá eru nöfn og lönd diplómata lesin upp og viðkomandi aðili átti að ganga til foretans og taka í höndina á honum, forsætisráðherranum og mig minnir að þriðji maðurinn hafi verið utanríkisráðherra. Svo voru fluttar ræður og skálað fyrir heilsu og velferð forsetans og allra annarra. Þetta tók nú slatta tíma.

En að þessu loknu var boðið upp á léttar veitingar og drykki. Og þá loksins gat maður farið að hreyfa sig og kjafta við þá sem maður kannast við :-)

Svona móttökur geta nú verið ansi erfiðar fyrir bakið, það verð ég að segja. Því það er ekki auðvelt fyrir mig að standa kjurr í hátt í tvo tíma, á mishæðóttri grasflöt. En þetta var voða gaman.

Svo um kvöldið var okkur boðið á opnun sýningar hér í borg. Þannig vill til að eiginmaður sænska charge des affairs (ég veit ég stafa þetta ekki rétt - þetta er svona eins og Villi er) er blaðamaður og mikill grúskari. Hann gróf upp á sænsku safni eldgömul (og áður óbirt) kort af Namibíu. Það var einhver sænskur gaur sem kom hingað til lands um 1850. Hann hefur verið að skoða sögu þess manns hérna í Namibíu og þetta er mjög forvitnilegt.

Nú bíðum við bara eftir að stórleikur Arsenal og Man utd hefst, þar sem mínir menn munu taka hrokagikkina í utd í nefið :-)

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Áfram Arsenal:-) Ég er eiginlega bara fegin að vera gift kokki, en ekki ræðismanni, ég hefði ekki nennt að bíða í tvo tíma bara til að taka í hendina á einhverjum gæja.

Nafnlaus sagði...

þetta er flott hjá þér, haltu áfram að vera dugleg að blogga. Ætla að senda slóðina á nokkrar útvaldar í redvænklöbbnum.kv Fanney

Nafnlaus sagði...

Hér var fagnað vel og lengi þegar leikurinn var flautaður af. Ísak Máni búinn að veðja við sjúkraþjálfarann sinn upp á pylsu og kók svo það hlakkar í honum núna. Haltu áfram að blogga, því ekki nenni ég því.

Nafnlaus sagði...

4:0, þetta var alveg rétt hjá þér. Annað getur þú nú ekki verið að gorta þig af, því miður fyrir þína menn.

Sigurkveðjur...