Powered By Blogger

föstudagur, 22. febrúar 2008

Bútasaumur og flug

Þá er ég loksins komin af stað með bútasaumsteppi. Ég skráði mig á grunnnámskeið í bútasaumi og ég fékk senda uppskrift af einföldu teppi. En afskaplega eru lýsingarnar á því sem ég á að gera lélegar og litlar. Það er greinilega gert ráð fyrir að maður viti sitt hvað um bútasaum. En þrjóskan í minni veldur því að ég er bara að kenna sjálfri mér þetta. Ég er búin að setja nokkra búta saman og var voða hreykin af sjálfri mér og sýndi Tinnu meistarastykkið og var náttúrlega að monta mig aðeins í leiðinni. Heyrist þá í minni "mamma þú ert svo hlédræg". Ég sagðist nú vita það og það hái mér frekar en hitt :-)

En ég er alla vega komin af stað. Nú þarf ég bara að læra að setja munstur ofan á annað efni, ég er ekki alveg að fatta hvernig það er gert án þess að það sjáist saumur. En það kemur eins og annað.

Ein vinkona Tinnu (Sibby) er að læra að fljúga og Tinna fór með henni í flugtíma í dag. Þetta er í annað sinn sem Tinna flýgur með henni. Í fyrra skiptið þá var ég ein taugahrúga, því verður nú ekki neitað. En ég var afskaplega afslöppuð í dag. Þetta átti að vera langur flugtúr, tveggja tíma, en vegna veðurs þá gekk það ekki. Þess í stað var flogið yfir borginni og eitthvað smá í kring. En í fyrramálið ætla þær aftur að fljúga og á að fara í loftið kl. 8. Tinna er rosalega hrifin af þessu og það er efst á óskalistanum hennar að fá að læra að fljúga.

Um daginn var nokkurs konar "framadagur" í skólanum hjá Tinnu og var m.a. verið að kynna þetta flugnám. Mín kom heim með allar upplýsingar um námið. Hún má byrja að læra að fljúga þó hún sé ekki orðin 16 ára, en fær bara ekki réttindin fyrr en eftir sextán ára afmælið. Ég er bara ekki viss um að ég hefði taugar í það að vita af dóttur minni einni uppi að fljúga í lítilli rellu. Úff...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það má með sanni segja að þú farir offörum í handavinnunni Gulla mín.. en ég er hins vegar svo heppin að eiga tengdamömmu sem sér um bútasauminn fyrir mig og systur sem sér um útsauminn:-) Skil þig vel að vera stressuð yfir því að Tinna Rut fari að læra að fljúga, en hvenær má hún taka bílpróf þarna úti?

Koss og knús frá Norge

Nafnlaus sagði...

Hér fá krakkar að taka bílpóf 18 ára gamlir. Þegar þeir eru 16 og hálfs mega þeir fá "learners permit" en taka svo sjálft prófið 18 ára. Enda vill hún ólm komast til Íslands í vor þegar hún verður 16 til að fá learners permit á íslandi. Annars verður hún að bíða í hálft ár :-)

kv
gulla