Powered By Blogger

föstudagur, 22. febrúar 2008

"Ég lifi í draumi"

Hann Rúnar minn er ansi ágætur. Þannig er mál með vexti að við eigum nokkuð góða digital vigt (nei, ekki bökunar) og við Rúnar skellum okkur oft á vigtina - bara svona til að fylgjast með þyngdinni. Svo áðan þá varð hann að skella sér á hana, ok hann kveikir á vigtinni og bíður eftir að það standi 0,00 því hann veit að þá er vigtin tilbúin. Hann kemur sér fyrir á henni og bíður eftur að þyngdin birtist og mamman les fyrir hann, jú hann er 17,7 kg. Þá er kominn tími fyrir mömmuna að koma sér á vigtina og hann las fyrir mömmu sína. "Mamma, þú ert líka 17,7" - góður :-)

1 ummæli:

vennesla sagði...

Þessi drengur er bara met:-)