Powered By Blogger

mánudagur, 11. febrúar 2008

Rigning - rigning - rigning

Það er alveg með ólíkindum hvað það rignir mikið hérna þessa dagana. Þetta hefur hinar ýmsu afleiðingar, fyrir utan flóð og aðra erfiðleika fólks fyrir norðan þá er þessi fjölskylda að lenda í vandræðum. Þannig er nefnilega mál með vexti að Lidia þvær og þvær þvottinn af okkur og hengir út en þar rignir hann bara niður. Í morgun varð ég að stoppa hana í að hengja út. Ég á nefnilega hvorki til þurrkara né inni-snúrur. En þetta veldur því að handklæðin á bænum eru að verða uppurin. Það verða sjálfsagt slagsmál í kvöld þegar kemur að sturtu því ég held það sé eitt handklæði til hreint og þurrt. Það verður sem sagt fyrstur kemur fyrstur fær. En Rúnar þyrfti reyndar að fá þetta handklæði í leikskólann á morgun því hann fer í sundtíma á þriðjudögum og þarf þ.a.l. handklæði :-)

Það verður gaman að sjá hvernig þetta fer allt saman. Ég sé fyrir mér að í fyrramálið þegar búðir opna verði ég að laumast út með sólgleraugu og derhúfu (svo ég þekkist ekki) og kaupa nokkur handklæði.

Annars eru þessi handklæða-vandræði ekki stór miðað við vandræði fólksins fyrir norðan. En það sem stendur manni næst.....

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hahahahahaaaa já það eru misjöfn vandamálin í sitthvorri heimsálfunni. Þar sem ég kemst ekkert út vegna veðurs þá er litið annað að gera en að þvo þvottinn og hengja hann upp eða skella í þurkkarann... ég er eigilega orðin uppiskroppa með þvott :/

Dagmar Ýr sagði...

já...hvernig væri að kaupa innisnúrur í leiðinni bara...þá þarftu ekki að kaupa milljón handklæði...

Já, ég er ógeðslega sniðug...=Þ