Powered By Blogger

laugardagur, 16. febrúar 2008

Murder she wrote

Þetta hefur verið algjör letidagur. Villi hefur verið að dunda sér í bílskúrnum að smíða, Rúnar að leika sér í nýju dóti sem hann keypti sér í morgun og ég hef bara verið að sauma. Heimasætan hefur ekki sést hér í allan dag, fyrir utan ca 20 mín áðan. Í gærkvöldi var Valentínusarball í skólanum hennar og hún bauð einum vini sínum með sér. Hann heitir Rasheed og er víst fyrrverandi kærasti :-) Krakkarnir nenntu nú ekki að vera allan tímann á ballinu heldur var farið heim til annars vinar og þar var "hittingur". Svo fékk gellan að sofa heima hjá vinkonu sinni. Og jú jú, ég tékkaði á því og ræddi við mömmu stelpunnar þannig að ég veit fyrir víst að dóttir mín svaf þar en ekki annars staðar :-) Hún rétt rak andlitin hér inn áðan og skellti sér í sturtu og var svo rokin út aftur.

Við Rúnar erum núna að horfa saman á Morðgátu. Ég fékk gefins fyrstu seríuna í jólagjöf og keypti mér aðra seríu. Þetta eru yndislegir þættir. Ég veit ekki hvort þið munið eftir þessum þáttum en þeir voru sýndir í sjónvarpinu fyrir all nokkrum árum. Rúnar hefur voða gaman að því að horfa með mér. Ja, hann situr og horfir í 10 mínútur en er svo rokinn í allt annað. Þolinmæðin við að finna út "who donn´it" er greinilega ekki meiri.

2 ummæli:

Dagmar Ýr sagði...

Hehe, rosalega skemmtilegur dagur hjá ykkur =)

En þú ert ekki að svara smsunum sem ég er að senda þér...

Nafnlaus sagði...

Morðgáta er það ekki þátturinn sem gamla kelling leysir allar gáturnar ?