Ég var búin að blogga í morgun og setja inn myndir, en einhverra hluta vegna birtist það ekki hérna.
En sem sagt þá gekk ferðalagið okkar Rúnars Atla alveg ágætlega þó ekki hafi mikið verið sofið frá Jóhannesarborg til Lundúna. Rúnar átti mjög erfitt með að finna góða svefnstellingu og ég eyddi megninu af nóttinni í að reyna að aðstoða hann við lítinn árangur :-)
En það var mikið gott að komast til Svíþjóðar og eftirvæntingin var mikil alla ferðina. Svo skemmdi nú ekki að það var stoppað á McDonalds á leiðinni heim, enda sársvangir ferðalangar á ferð.
Þegar við lentum í gær var um 8 stiga frost og það vill til að það hafði fundist slatti af vetrarfötum á Rúnar hérna svo hann er vel gallaður. Enda drógu frænkur hans hann með sér út að renna sér í gærkveldi. Svo beið hann bara eftir að vakna í morgun til að ná mér út og sýna mér alls kyns kúnstir. Þegar við vöknuðum þá var hins vegar aðeins búið að herða á frostinu og það var 17 stiga frost svo það verður bara að segjast eins og er að mamman var ekkert rosa spennt fyrir því að fara út enda ekki með mikið af vetrarfatnaði með sér :-) En drengurinn gaf sig ekki og um miðjan morgun náði hann að draga mig út og þá var nú heldur búið að hlýna og sýndi mælirinn "aðeins" 12 stiga frost.
En hér koma nokkrar myndir af alls kyns hundakúnstum
5 ummæli:
Menn hafa engu gleymt þrátt fyrir snjóleysi í Afríkunni
Nei hann hefur engu gleymt og nú er hann í fínni æfingu ef það verður snjór á Íslandi :-)
Hæ Rúnar Atli
ég er besti vinur þinn. Er gaman í snjónum? Fyrst að ég er ekki hjá þér, get ég ekki leikið við þig. Kannski hittumst við á Íslandi, ég fer þangað bráðum.
Óskar Víkingur
Hæ Óskar (frá Rúnari)
Já það er gaman að renna í snjónum. Vonandi hittumst við tveir á Íslandi. Núna snjóar mikið. Og ég á Lego jóladagatal með dóti í. Og ég er búinn að opna þrjú, í dag var númer þrjú. Á morgun verður númer fjögur í jóladagatalinu.
Rúnar Atli
Hæ
ég er að horfa á sjónvarpið. Hérna er rosalega heitt. Ég var hjá vini mínum í dag. Sjáumst á Íslandi.
Skrifa ummæli