Powered By Blogger

þriðjudagur, 14. desember 2010

Stór dagur

Í dag eigum við Villi 24 ára brúðkaupsafmæli. Mér finnst alveg með ólíkindum hvað tíminn hefur verið fljótur að líða. Er ekki sagt að tíminn líði hratt þegar maður hefur það skemmtilegt :-)

Þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn sem við hjónin höldum ekki upp á daginn saman en Rúnar Atli ætlar að bjóða mömmu sinni út að borða í staðinn :-)

Svo er stefnt að einhverju mjög skemmtilegu að ári þegar við höldum upp á Silfurbrúðkaupið. Spurning að fara að skipuleggja eitthvað strax :-)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn. Eigið góðan dag mæðgin.
Sigga