Það fækkar tönnunum í Rúnari Atla hægt en rólega. Hann hefur misst tvær framtennur í neðrigóm og það var ekkert mál, þær duttu bara sjálfar þegar allt var tilbúið. En nú hefur hann, í um tvo mánuði, haft eina laflausa framtönn í efri góm. Hann jagast í tönninni alla daga og hún orðin laflaus en ekki datt hún. Hann var orðinn rauður og þrútinn í tannholdinu hjá tönninni og kveinkaði sér þegar ég burstaði tennurnar. Því reyndist nauðalendingin sú að kíkja til tannlæknis sem við og gerðum í morgun.
Hann var strax byrjaður um kl. 10 í morgun að bíða hvenær við færum nú til hennar Sonju Rutar (tannlæknirinn). Hann hlakkaði svo til að hitta hana, loksins um hádegið fórum við. Þegar við komum inn á tannlæknastofuna sagði hann “oh mamma, ég elska þessa tannlæknalykt”. Barnið er ekki alveg okey – sækir þetta örugglega í föðurættina J
En tönnin er loksins farin og nú lítur gæinn svona út
Engin ummæli:
Skrifa ummæli