Powered By Blogger

fimmtudagur, 16. desember 2010

Bara gaman

Ég verð að viðurkenna að það skemmtilegasta sem ég veit er að þvo þvott í minni eigin þvottavél og setja í minn eiginn þurrkara - og að ganga svo frá þvottinum. Bara yndislegt. Það er verst að þar sem við erum bara tvö á heimilinu, eins og er, þá tekur svo marga daga að safna í heila vél :-)

5 ummæli:

Jóhanna sagði...

Ég get ekki sagt að ég deili þessari gleði með þér... ég get sent þér þvott ef þú vilt, mín þvottakarfa framleiðir sjálf óhreint tau !!!!

Gulla sagði...

Ekki málið Jóhanna mín - ég elska að þvo þvott hérna heim. Sendu mér pakka :-)

davíð sagði...

Ég get örugglega skrapað saman í einn poka handa þér. Eða tvo, þrjá...

Gulla sagði...

Líst vel á þig Davíð, það er nú svo stutt að skella sér með fatapoka hingað í efra :-)

Tommi sagði...

Þú ert líka velkomin til Grundarfjarðar sem þvottakona.... eitt það leiðinlegasta sem ég geri er að brjóta saman þvott.