Ég verð að viðurkenna að það skemmtilegasta sem ég veit er að þvo þvott í minni eigin þvottavél og setja í minn eiginn þurrkara - og að ganga svo frá þvottinum. Bara yndislegt. Það er verst að þar sem við erum bara tvö á heimilinu, eins og er, þá tekur svo marga daga að safna í heila vél :-)
5 ummæli:
Ég get ekki sagt að ég deili þessari gleði með þér... ég get sent þér þvott ef þú vilt, mín þvottakarfa framleiðir sjálf óhreint tau !!!!
Ekki málið Jóhanna mín - ég elska að þvo þvott hérna heim. Sendu mér pakka :-)
Ég get örugglega skrapað saman í einn poka handa þér. Eða tvo, þrjá...
Líst vel á þig Davíð, það er nú svo stutt að skella sér með fatapoka hingað í efra :-)
Þú ert líka velkomin til Grundarfjarðar sem þvottakona.... eitt það leiðinlegasta sem ég geri er að brjóta saman þvott.
Skrifa ummæli