miðvikudagur, 22. desember 2010

Hundaheppni

Ég held það sé engin spurning að sumir eru heppnari en aðrir :-) Það mætti halda að yngri dóttir mín hafi lesið bloggið mitt um daginn (ég veit þó að hún gerði það ekki) þar sem ég tala um hve gaman mér finnist að þvo þvott hérna heima og ganga frá honum. Haldið þið ekki að litla gullið mitt hafi komið heim með fulla ferðatösku af óhreinum þvotti fyrir mömmu sína :-) Þetta er bara yndislegt.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég gæti nú alveg látið þig hafa slatta af þvotti ef Davíð væri ekki svona duglegur í þvottahúsinu - þið getið eflaust deilt gleðinni :-)
kv
Sigga

Jóhanna jólastelpa sagði...

Akkurat já.... heyrðu ég bara samgleðst þér Gulla mín :)