Það er eiginlega priceless að lesa þær miklu hugmyndir sem stóðu að baki sölu bankanna, eins og lesa má t.d. eftirfarandi:
Í kjölfar sölunnar á eignarhluta ríkisins í Landsbankanum stendur til að ríkið losi um hluti sinn í Búnaðarbankanum og eru viðræður þegar hafnar við tvo aðila um þau kaup. Ef sú sala nær fram að ganga má segja að eitthvert stærsta pólitíska þrekvirki Íslandssögunnar hafi verið unnið og ljóst að áhrifa þess gætir um allt samfélagið. Einkavæðing bankakerfisins skapar umhverfi sem er bæði einstaklingum og fyrirtækjum miklum mun hagstæðara heldur en nokkru sinni gat orðið á meðan pólitísk sjónarmið réðu mestu um ákvarðanatöku á íslenskum fjármagnsmörkuðum.
Er þetta ekki dásamlegt?? :-) Stærsta pólitíska þrekvirki sögunnar, hvorki meira né minna. Eins væri mér forvitni á að vita hve mörg fyrirtæki og einstaklingar sjá sinn hag betri (eins og staðan er í dag) eftir þessa einkavæðingu :-)
En það sem ég furða mig hvað mest á er hversu fljótt þessum snillingum tókst að setja heilan banka á hausinn. Ég meina í minni einfeldni þá hefði ég haldið að slíkt tæki aðeins fleiri ár, en samkvæmt skýrslu (og fjallað var um í Kastljósi í síðustu viku) sem unnin var fyrir tilstuðlan sérstaks þá hefði Landsbankinn átt að missa starfsleyfið árið 2007. Aðeins fjórum árum eftir einkavæðingu.
Mín spurning er þessi: hvernig fer maður að því að setja heilan banka á hausinn á fjórum árum??? Spyr sá sem ekki veit.
Í mínum huga er það gjörsamlega ógerlegt að gera banka fallit - en ég hef svo sem aldrei verið talin til útrásasnillinga og þ.a.l. hef ég náttúrulega ekki hundsvit á þessu :-) En það má svo sem alveg segja að þetta sé snilld að geta þetta á svo stuttum tíma.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli