Mér datt í hug að kíkja á heimasíðu Icelandair til að athuga með flugið á morgun og fékk nett sjokk. Þar stóð "Flugáætlun til og frá London fyrir 20. des og flug til Parísar fellt niður". Ég mislas þetta eitthvað og tók þetta sem að flugið frá London væri líka fellt niður á morgun. En svo róaði ég mig aðeins niður og las betur og þá skildi ég þetta :-) Þar er sem sagt Parísarflugið sem er fellt niður á morgun.
Ég fer nefnilega að lenda í smá klandri, svona fyrir utan það að vita af Villa einum í London - og ekkert að skemmta sér neitt sérstaklega - þá hafði ég nefnilega ákveðið að byrja ekki á neinu jólastússi fyrr en hann kæmi heim :-) Þannig að það verður sett í jólagírinn á morgun (vonandi)
Við Rúnar Atli þurfum að taka daginn snemma á morgun þar sem Tinna Rut lendir kl. 06.45 og því eins gott að fara að koma sér í háttinn. Það mun varla ganga vel fyrir Rúnar að sofna þar sem hann var vakinn kl. 10 í morgun :-) Honum finnst svo gott að sofa út
Engin ummæli:
Skrifa ummæli