Í morgun fórum við Doddi með krakkana á skauta í hokkíhöllinni. Rúnar Atli var að taka sín fyrstu skautaspor og þetta var meiriháttar gaman þó oft hafi hann nú steinlegið á svellinu :-)
Þetta byrjaði bara nokkuð vel og gæinn tók sig bara vel út á svellinu með grind til aðstoðar. Það er verst hvað það var erfitt að komast af stað.
En æ æ, svo bara steinlá maður...
þá var nú öruggara bara að hanga á veggnum og ganga meðfram honum.
En svo komu frænkurnar og reyndu sitt besta til að hjálpa honum af stað.
En það gekk eitthvað illa svo þeim þótti bara best að Rúnar fengi sér sæti og þær myndu bara skauta með hann.
Oh, svo var nú gott að fá sér pulsu eftir allt erfiðið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli