Powered By Blogger

þriðjudagur, 14. desember 2010

Spenningur

Mikil gleði ríkir á heimilinu fyrst jólasveinarnir eru farnir að tínast til byggða. Yfirleitt sefur Rúnar Atli frameftir á morgnana - þegar enginn skóli er -og á hann auðvelt með að sofa til að ganga 10. En morguninn sem Stekkjastaur kom til byggða var hann vaknaður rúmlega 7 :-)

Hann á svo yndislegar frænkur í Svíþjóð sem gáfu honum Lego jóladagatal þar sem hann fær Lego dót á hverjum degi til jóla. Spennan og hamingjan er sko síst minni með jóladagatalið og satt að segja held ég að spennan sé meiri að sjá hvað kemur úr dagatalinu. Mér hefur heyrst á honum að honum finnist jólasveinarnir gefa frekar lítið í skóinn :-)

Engin ummæli: