Ég hef verið alveg arfaslök við að blogga frá áramótum, er svo sem ekkert vön því að fylla plássið mitt á netinu af bloggfærslum, en samt... :-)
Það gengur bara ágætlega hjá okkur Rúnari að vera saman á Íslandi. Hann er mjög ánægður í Fellaskóla en kvartar yfir því að þurfa að klæðast öllum þessum fötum til að fara út í frímínútur. Eins er hann ánægður í Vinafelli (frístundaheimilinu). Þetta eru langir dagar hjá honum og það er smá viðbrigði fyrir hann. Á morgnana förum við að heiman kl. 8 og tvo daga í viku kemur hann heim kl. 18. Hann ákvað nefnilega að fara að æfa karate og hann æfir þrisvar í viku, tvo virka daga og svo á laugardögum.
Hann var að fá búninginn í dag. Á myndina vantar beltið þar sem við höfum ekki lært að binda það. En hann tekur sig bara vel út.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli