Powered By Blogger

föstudagur, 24. september 2010

BÚIN

Jæja þá kom að því, ritgerðin hefur verið samþykkt af leiðbeinanda og prófdómara og er m.a.s komin í prentun :-) Þetta er alveg yndisleg tilfinning. Ég læt náttúrulega prenta slatta af eintökum af svona mikilvægum grip :-)

Ég taldi mig vera búin að fá meira en nóg af ritgerðinni um daginn og gat bara ekki hugsað mér að þurfa að lesa hana aftur yfir. Haldiði ekki að ég hafi komið sjálfri mér gjörsamlega á óvart. Ég las hana yfir og það fyrsta sem mér datt í hug var "Gulla mín, þetta er bara skolli professional hjá þér" he he. En svona í alvöru, þá fannst mér bara gott að lesa yfir hana.

Svo þarf ég bara að hafa samband við uppáhalds máginn minn og vona að hann geti sótt eintökin úr prentun :-/


5 ummæli:

jóhanna sagði...

Til hamingju elsku Gulla mín, það er gott að þú sért svona professional í þessu, enda ekki von á öðru frá svona magnaðri konu
Njóttu lífsins í botn og fáðu þér gott í glas í tilefni dagsins SKÁL úr norðrinu :)))

Villi sagði...

Skál í botn!

Skyldi hún fara í doktorinn næst????

davíð sagði...

Glæsilegt, til hamingju með þetta.

Nafnlaus sagði...

Glæsilegt Gulla, til hamingju með stóran áfanga.
kv.
Sigga

Gulla sagði...

Takk fyrir kveðjurnar mín kæru :-)