Powered By Blogger

þriðjudagur, 14. september 2010

Kom aððí

Jæja það hlaut að koma að því að ég heyrði frá prófdómaranum varðandi ritgerðina mína. Ég fékk sem sagt póst frá leiðbeinandanum mínum í dag með umsögn prófdómarans. Það er eins gott að hún gerir bara nokkrar smávægilegar athugasemdir sem ekki verður mikið mál að lagfæra. Því ef ég á að segja eins og er þá er ég komin með upp í kok af þessari blessaðri ritgerð.

Nú er bara að vona að ég nái að láta prenta hana og skila henni inn í háskóla fyrir 1. okt. Krosslegg fingur. Annars getur nú varla verið mikið að gera hjá Háskólaprent á þessum árstíma svo ég hef ekki mjög miklar áhyggjur eins og er :-)

Engin ummæli: