Powered By Blogger

föstudagur, 24. september 2010

Litadýrð

Mér finnst vorið hér í Namibíu alltaf með fallegri árstíðum, það er svo mikil litadýrð út um allt. Trén eru ýmist fjólublá, rauð, bleik, gul, appelsínugul, og blá (ég er örugglega að gleyma einhverjum lit). Þetta er alveg ótrúlega fallegt að sjá. Ég verð eiginlega að munda myndavélina um helgina og henda svo inn myndum af þessum fallegu trjám. Það er m.a.s. eitt tré hérna rétt hjá okkur sem blómgast í kremuðum lit og verður loðið - það er bara eiginlega ekki hægt að lýsa þessu með orðum. Verð að taka myndir :-)


Engin ummæli: