Það styttist all svakalega í það að við flytjum héðan frá Namibíu. Við gerum ráð fyrir að yfirgefa landið í kringum 10. desember, og að gámurinn fari í kringum 20. nóvember. Það verður heilmikil vinna að fara í gegnum allt "draslið" sem við höfum sankað að okkur undanfarin ár og henda því sem á að henda og pakka hinu. En ég held satt að segja að það sé gott mál að fara svona í gegnum dótið manns á nokkurra ára fresti - góð leið til að losa sig við drasl :-)
Það eru blendnar tilfinningar yfir því að yfirgefa Namibíu, við höfum búið hérna svo lengi, það verða níu ár í allt um áramót. Annars vegar er mikill söknuður enda yndislegt að búa hérna. Hins vegar er mikil tilhlökkun í að gera eitthvað annað
Það eru spennandi tímar framundan, eins og ónefnd þingkona Sjálfstæðisflokksins sagði í upphafi hruns :-)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli