Powered By Blogger

laugardagur, 18. september 2010

Fjáröflun

Dagurinn var tekinn snemma í morgun, svona fyrir að vera laugardagur. Ég er í skólastjórn í einum skóla hér í borg og við höfðum ákveðið að hafa fjáröflun fyrir skólann í dag. Það er heilmikil undirbúningsvinna sem liggur að baki svona degi. Við grilluðum og það þurfti að útvega kjöt, svo þurfti að setja upp tjöld til varnar sólinni og ýmislegt annað.

Rúnar Atli þvertók fyrir það að fara með mér þannig að það þurfti að ræða við Flora um að koma hingað í morgun og vera í ca 3 tíma. Því svo fór Rúnar Atli í afmæli og þá gat hún farið heim.

Það var heilmikið um að vera í skólanum og margt að gera fyrir litlu krakkana, eins og hoppukastali, andlitsmálning, vatnsleikir o.fl. Þetta var mjög skemmtilegur dagur.

Ég var að vona að dagurinn yrði ekki mjög heitur, en gendólína mín :-) Þegar við Rúnar Atli komum heim lagðist ég út á pall og steinsofnaði alveg úrvinda eftir hitann. Rumskaði við einhvern óheyrilegan hávaða innan úr stofu þar sem Rúnar var að dunda sér, hlustaði í smástund og í stað öskurs talaði hann bara við sjálfan sig þannig að ég var örugg um að gaurinn væri ok og dottaði aftur í nokkrar mínútur.


Þetta er hluti skólastjórnarinnar, Leah, Patricia, ég og Isobel.

Það var að sjálfsögðu hin hefðbundna bílaþvottastöð og krúttlegi kagginn var tekinn í gegn :-)

Engin ummæli: