Powered By Blogger

sunnudagur, 5. september 2010

Ýmislegt

Ég hef enn ekkert heyrt varðandi ritgerðina mína og er bara þakklát fyrir það, því það er ekki nokkur leið að ég nenni að vinna í athugasemdum þessa dagana. En það hlýtur nú eitthvað að fara að heyrast því ég held að ég eigi að koma henni í prentun fyrir 1. október n.k.

Tinna mín er loksins komin heim til sín eftir langt og strangt ferðalag. Hún stoppaði reyndar tvær nætur á Íslandi á leið sinni frá Namibíu til Prince George. Ef ég þekki hana rétt þá var það ánægð ung stúlka sem lagðist á koddann sinn, í nýja rúminu sínu, í gærkveldi og fór að sofa. Hún, ásamt einni vinkonu sinni, leigir nú íbúð í Prince George og hún hlakkaði mikið til að komast heim og fara að versla til heimilisins :-)
Engin ummæli: